Ódýrar pillur frá lækninum

Ég sagði í færslu fyrir nokkru síðan að helsti möguleiki Sjálfstæðismanna í borgarstjórn til að hífa fylgið upp væri hvað kostirnir væru slakir.

Og hundraðshöfðingjarnir klikka ekki á því. Þessi frétt er með þeim "súrari" sem ég hef lesið um nokkurt skeið.  Leikiur einhver lögfræðilegur vafi á því að starfsmenn borgarinnar megi hafa pólítískar skoðanir, eða skoðanír á þeim fulltrúum sem kjörnir hafa verið til setu í borgarstjórn?

Er það skoðun minnihlutans að svo sé?  Var það eitthvað sem var kynnt starfsmönnum þegar hundraðshöfðingjarnir voru við völd?  Var slíkt í gildi á meðan R-listinn var við völd?

Finnst einhverjum að eftirfarandi geri Jakob F. óhæfan til að starfa fyrir borgarstjórn:

,,Vegna þessarar miklu beiskju í minnihlutanum yfir því að vera ekki lengur í meirihluta, eftir sína 100 daga,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála í Vikulokunum á laugardag. Daginn eftir sagði Jakob Frímann á Stöð 2 að Dagur B. Eggertsson væri bitur læknir sem hefði verið borgarstjóri í 100 daga og gæti ekki unnt öðrum lækni að vera það.

Mér þykja þær ódýrar pillurnar sem koma frá bitra lækninum.

P.S. Með þessum pistli (og líklega fleirum) er hætta á að ég hafi (eftir skilgreiningu hundraðshöfðingjanna) gert mig óhæfan til að starfa fyrir borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem skoðanir mínar á kjörnum fulltrúum koma skýrt fram og gætu haft áhrif á störf mín og jafnvel verið rifjuð upp í fjölmiðlum.

Er hægt annað en að vera feginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst Ólaur F vera súrasti læknir landsins.

Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband