Gjaldmiðill tengdur euro

Það kemur ekki fram í fréttinni en Lettneska "latsið" er bundið við euro.  Vikmörkin eru + - 1%.  Það má því segja að euro sé gjaldmiðillinn í Lettlandi.  En það kemur ekki í veg fyrir verðbólgu.

Með þessari verðbólgu búa Lettlendingar við yfir 5% atvinnuleysi, sem hefur þó farið heldur lækkandi.  Fasteignaverð hefur farið lækkandi, iðnaðarframleiðsla hefur dregist saman.

Spádómar hafa komið fram um að u.þ.b. 6. ára samdráttarskeið.  Það fari að birta yfir í kringum 2013.

Sumt af þessu hljomar líklega nokkuð kunnuglega fyrir Íslendinga.

En Lettland er búið að vera í "Sambandinu" um nokkurra ára skeið.  Gjaldmiðillinn þeirra er tengdur við hið "almáttuga" euro.

Staðreyndin er auðvitað sú að það dugar ekki að mála húsið að utan ef allt er í ólestri inni.

Það leysir enginn efnahagsvandræði á Íslandi nema Íslendingar.  Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að fara á undan með góðu fordæmi.

Ef hvetja þarf almenning til að spara er æskilegt að stjórnvöld geri það líka.  Ef þarf að hvetja almenning til að halda að sér höndum í fjárfestingum, er æskilegt að stjórnvöld geri það líka. 

Allt annað á við ef atvinnuleysi fer að aukast, en enn sem komið er næga atvinnu að hafa á Íslandi og enn er mikill fjöldi útlendinga að störfum.  Ef það breytist er þörf á auknum opinberum framkvæmdum.

Þá væri nú gott að eiga digran varasjóð frá "feitu" árunum.


mbl.is Verðbólgan 17,5% í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Spánverjar segja margir að allt hafi hækkað í verði þegar þeir gengu inn í myntsambandið á sínum tíma og tóku upp Evru í stað Pesetans.

Haukur Nikulásson, 12.5.2008 kl. 21:32

2 identicon

Þegar þú gengur í ESB þá verður verðlag þitt líkara restinni af ESB.  Í tilfelli Spánar og Lettlands hækkar verðlag (með verðbólgu).  Ef allt er rosa ódýrt á Íslandi núna, þá gerist það sama hér.  You do the math.

Vlad (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Lithauen hefur verið í EU í alveg rosalega mörg ár.. 4.

Varðandi verðbólgu þá er það dagljóst að íslenskir ráðamenn hafa ekki hugmynd um hvernig á að bregðast við henni eins og vaxtahækkanir Seðlabankans sína.

Innganga í EU mundi gera það ða verkum að innviðina yrði að laga og það ekki seinna en strax.   Tregða sjálftektarflokksins gegn aðild er einmitt sú að þá mundu þeir standa eftir naktir og alþjóð mundi fá að vita um spillingaröflin sem hafa ráðið í þessu landi allt of lengi..  

Inn í EU, inn með Euro og lækkið djöfuls vextina sem allt er að drepa í þessu auma landi okurvaxta og spillingar. 

Óskar Þorkelsson, 12.5.2008 kl. 22:35

4 identicon

Samála síðasta ræðumanni, verðlag á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Verðbólga hér á landi upp  á 11-12% er þ.a.l. 11-12% ofan á hæsta verðlag í hemi. Með

Axel (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 01:01

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.

Það er nú svo að margir "Sambands"sinnar hafa (réttilega eða ekki) viljað þakka "Sambandinu" uppganginn í löndum s.s. Eystrasaltslöndunum, Spáni, Írlandi og svo framvegis.  En þeir eru jafn áfjáðir margir hverjir að kenna einhverju allt öðru um vandræðin sem eru að koma í ljós.

Staðreyndin er sú að uppgangurinn undanfarin ár, á Íslandi sem víðar, hefur að miklu leyti komið til vegna ódýrs lánsfés.  Því hefur fylgt húsnæðisbóla, margir hafa séð "ríkidæmi" sitt bólgna út.  Einkaneysla hefur verið mikil, vöruskiptajöfnuður óhagstæður og svo framvegis. 

Þessi lönd eru núna í vandræðum.

Lánfé er fágætt og dýrt, hráefnis og olíuverð í hæstu hæðum og svo framvegis.  Húsnæðisverð er að lækka hratt, verðbólga eykst og þar fram eftir götunum.

Engu máli virðist skipta hvort að gjaldmiðillinn er euro, lats, eða króna.  Engu máli virðist skipta hvort að landið er aðili að "Sambandinu" eður ei.

Hvað Lettland varðar, þá hefur gjaldmiðillin (sem er festur við euro) verið of hár, vextir of lágir og aðgangur að lánsfé og mikill.  Kannast einhver við ástandið?

Verðlag innan ESB er gríðarlega misjafnt, sem eðlilegt er.  Ef Ísland gengur í "Sambandið" mun fátt eða ekkert lækka í verði sem við getum ekki lækkað í verði einhliða, með því að fella niður tolla og vörugjöld og önnur innflutningshöft.

Það sem þarf til þess er pólítískt hugrekki og vilji.  Ekkert minna, ekkert meira.

Flestir hefðu líklega sagt að Lettland hefði þurft að laga "innviðina" áður en þeir gengu í "Sambandið" fyrir 4. árum, gerðu þeir það ekki?

Samt er ástandið eins og það er hjá þeim nú.

En ég er reyndar sammála því að það þurfi að laga "innviðina", en þar kemur "Sambands" aðild málinu ekkert við og í það þarf sama pólítíska viljann og kjarkinn sem ég skrifaði um hér ofar.

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband