Ekki eyðileggja þokkalega gott kerfi

Ég er í sjálfu sér ekki að mótmæla því að íslensk tónlist eigi að standa jafnfætis öðrum listgreinum, en í raun væri miklu nær að hækka aðrar listgreinar upp að tónlistinni, nú eða það sem væri allra besta að hreinlega lækka allan virðisaukaskattinn.

En ég held að það sé ákaflega varhugavert að vera sífellt að hræra í virðisaukaskattsálagningu.  Ef tillögur um lækkun á virðisaukaskatti á matvörum nær fram að ganga þá verða hér í gangi þrjú virðisaukaskattsþrep.

Það verður þá ef til vill 7% skattur á matvæli (nema þau sem ríkisvaldinu eru ekki þóknanleg), síðan 14% skattur af einhverjum því "dóti" sem rétt þykir að njóti vilvilja ríkisvaldsins og loks hinn almenni 24.5% virðisaukaskattur.

Ekki er að efa að síðan eiga eftir að koma fram mýmargar tillögur um "jákvæðar" atvinnugreinar og framleiðslu sem á skilið að vera færð niður í 14% þrepið. 

Með þessu móti verður allt skattaeftirlit og umstang í kringum skattgreiðslur þyngra í vöfum og flóknara.

Svo velti ég því líka fyrir mér, hvernig stendur á því að íslensk tónlist er tekin þarna út úr?  Þarf ekki jafnræðisregla að gilda um íslenska og erlenda framleiðslu?  Í það minnsta þá hluta framleiðslunnar sem kemur frá EES svæðinu? 

Gæti þá þurft upprunavottorð um flytjendur að fylgja með?  Hvað ætli hátt hlutfall flytjenda þurfi að vera til að tónlistin sé frá EES svæðinu?

Eigum við svo von á því að lagt verði til að íslensk bjór og áfengisframleiðsla fari í lægra þrepið?

Hvað um íslenska sælgætisframleiðslu?

"Góðu málefnin" eru endalaus.


mbl.is Ríkisstjórn hefur rætt um að breyta neðra stigi virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband