Það verður að mega ræða hlutina

Ég horfði á Silfur Egils á netinu núna áðan.  Þátturinn var um margt ágætur og umræðan um "innflytjendamál" vakti vissulega athygli.

En það er vissulega þörf á að ræða þessi mál, rétt eins og önnur mál.  Það þarf að vera hægt að ræða um málefni innflytjenda án þess að sífellt sé dreginn upp stimpilinn "rasismi".

Það þarf sömuleiðis ekki eingöngu að ræða hvaða stuðning innflytjendur eiga skilið að fá frá hinu opinbera, heldur einnig hvaða kröfur Íslendingar vilja gera til innflytjenda.

Ég er innflytjandi, ég bý í samfélagi sem er líklega eitt besta dæmið um "fjölmenningarsamfélag".  Toronto er "suðupottur" ólíkra menningarheima.  Hér býr fólk af yfir 100 mismunandi "þjóðernum", skólar hér bjóða upp á túlkaþjónustu fyrir foreldrafundi á yfir 80 tungumálum, það er varla til sú þjóð (fyrir utan Íslendinga) sem ekki á sér "sína" veitingastaði og svo mætti lengi telja.

Kanadabúar eru enda flestir annað hvort innflytjendur eða komnir af innflytjendum.

En það er ekki þar með sagt að hér sé "allt eins og blómstrið eina".

Hér eru vissulega árekstrar á milli innflytjenda og þeirra sem hér hafa lengri rætur.  Ofbeldi (sem oft tengist innflytjendum) og trúarofstæki eru líklega algengustu ásteytingarsteinarnir.  Virðing fyrir mannréttindum er líka oft tilefni heitra umræðna.

Nýlega var meintu samsæri um hryðjuverk hóps múslima afstýrt og ófriðurinn í Líbanon jók einnig umræður um stöðu innflytjenda, en þar vildu margir meina að óeðlilegur fjöldi kanadískra ríkisborgara sem þurfti að aðstoða við að komast frá Líbanon, væri dæmi um að innflytjendur misnotuðu Kanadískan ríkisborgarétt.

Það vill svo til að einn af mínum uppáhalds dálkahöfundum, Margaret Wente fjallaði um þetta málefni í dálki sínum í Globe and Mail í gær.

Þar segir meðal annars:

"On Thursday evening in Surrey, B.C., there was a remarkable scene. A string of South Asian women stood up at a public meeting to speak out. Their stories weren't pretty. One woman, speaking in Punjabi and English, recounted 20 years of punches, slaps and taunts from the husband with whom she still lives. "If I can improve one girl's life, it is worth my husband's anger," she said.

After several high-profile cases of grisly domestic violence, people in British Columbia's Indo-Canadian community are finally saying the unsayable. There is a bias in South Asian culture that condones violence against women.

"The birth of sons are a celebratory event; when daughters are born, it's not a happy event," says B.C.'s attorney-general, Wally Oppal, himself an Indo-Canadian. He went on to blast the dowry system. "What can be more demeaning for a woman than to have to pay the family of the person you're going to marry?""

"For years, it has been all but taboo to point out that the abuse and demeaning of women is a significant problem among certain immigrant groups. It has been absolutely forbidden to suggest that women in the South Asian immigrant communities of Surrey or Brampton are treated any worse by their fathers, their husbands and their mothers-in-law than are women who live in Westmount or Rosedale. And if they are, it has not been acceptable (until Mr. Oppal came along) to name the main reasons why. Official explanations typically lean heavily on narratives of Western racism, colonialism, economic failings, and class exploitation. "There is increased understanding that a person's vulnerability to abuse may be increased by factors such as dislocation, colonization, racism, sexism, homophobia, disability, poverty and isolation," goes one classic government report. You'd scarcely guess from these accounts that deep-seated anti-female religious and cultural attitudes imported from the old country had anything at all to do with it. "

"Many observant Muslims, Hindus, Sikhs, and other immigrants from highly patriarchal societies have no problem living quite happily within a liberal democratic state. But many others do. Some moderate Muslims here in Canada say that Canadian imams generally share the views of the red-meat mufti. "The entire onus of responsibility for male behaviour is on the women," says Farzana Hassan, who is president of the Muslim Canadian Congress. "This is what young women are being taught all the time."

Western feminists have long denounced the evils of patriarchy. Yet they also excuse and even endorse patriarchal behaviour -- so long as it's imported from somewhere else. Feminists (along with folks like Mr. Khalid) were among the leading proponents of introducing sharia law in Ontario.

In theory, feminism and multiculturalism go hand in hand. They are the mark of a liberal enlightened society. The multicultural credo holds that everyone is equal, that all cultures are equally good, that multicultural values and mainstream values do not conflict, and that the greatest moral virtues are tolerance and respect."

"What happens, then, when multicultural and mainstream values do conflict? What happens when certain subcultures tolerate the abuse of women? What happens is that those practices are either blamed on the defects of the West or wished away. No subculture must be judged or criticized. That explains why you don't hear very many Western feminists standing up to argue for the right of South Asian and Muslim women to not be slapped around by their husbands. "Where two pieties -- feminism and multiculturalism -- come into conflict, the only way of preserving both is an indecent silence," wrote British social critic Theodore Dalrymple.

Many multiculturalists and feminists also feel bound to stand in solidarity with critics of the West. These days, that means Muslims, especially those who have explicitly rejected identity with the West. That's how we've arrived at a most peculiar moment in the history of women's liberation -- a moment when Western feminists endorse the veil as an instrument of female empowerment.

Personally, I'm with the South Asian women who were courageous enough to speak out the other night. It's time to ditch the pieties and end the silence -- for the sake of this generation, and the next. "

Pistilinn í heild má finna hér.

Ég er þeirrar skoðunar að fáar þjóðir þurfi jafn mikið á innflytjendum að halda og Íslendingar.  Vinnumarkaðurinn kallar eftir þeim, hagkerfið stækkar hratt og einsleitni þjóðfélagsins (sem þó hefur tekið stakkaskiptum) má vel við aukinni fjölbreytni.

En það þarf samt ekki að þýða að við Íslendingar vilji helst að forvarsmenn þjóðarinnar hoppi með buxurnar á hælunum hringinn í kringum landið og segi "komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja".

Innflytjendastefna Íslendinga hlýtur að markast af þeirri staðreynda að þjóðin er aðili að EES samstarfinu og því geta allir ríkisborgarar aðildarlandanna sótt til Íslands eftir atvinnu.  Mér þykir það ekki raunhæft að vilja mismuna aðildarríkjunum á neinn hátt, alla vegna ekki til lengri tíma, þó að einhver aðlögunartími kunni að vera réttlætanlegur.  Það var því fyllilega rétt ákvörðun að opna fyrir nýju ríkjunum í Austur-Evrópu.  Íslendingar verða líka að gera sér grein fyrir að samstarfið er ekki eins og hlaðborð, þar sem menn taka eingöngu þá "rétti" sem þeim lýst vel á.  Íslendingar verða að virða samstarfið og krefjast þess af öðrum.

Íslendingar hljóta jafnframt að taka að þó nokkru marki mið af innflytjendastefnu annara EES ríkja, enda hafa þeir sem fá Íslenskan ríkisborgarétt fullan rétt til hreyfinga innan svæðisins.  Það hlýtur að setja einhver mörk, hvað varðar innflytjendur utan svæðisins.

Það er líka nauðsynlegt að skilgreina hvernig við lítum á þessa innflytjendur, sem og að komast að þvi hvert markmið þeirra er með Íslandskomunni. 

Eru þetta "farandverkamenn", sem vilja snúa aftur til síns heima, eða eru þetta menn sem hafa hugsað sér að gerast Íslendingar?

Fyrir þá sem vilja gerast Íslendingar, verður að bjóða upp á námsgögn og aðstoð til að gera þeim kleyft að samlagast íslenskri menningu og staðháttum sem best.

Persónulega hef ég aldrei skilið allt þetta tal um fjölmenningarsamfélag á Íslandi, ég hef ekki trú á því að rétt ríflega 300.000 manna samfélag beri það.  Ég held að best sé að stefna að einu menningarsamfélagi, þar sem ólíkum straumum er stefnt saman og mynda einn.  Erlend áhrif hafa alltaf verið á Íslandi og er það vel, en það fer best að allir landsmenn séu innan sama menningarsamfélagsins, sem vonandi yrði bæði víðsýnt og umburðarlynt.

En það er nauðsyn að ræða þessi mál af opnum huga og án þess að draga upp "fyrirframgerða stimpla".  Það er líka nauðsynlegt að innflytjendur komi að þeirri umræðu, þess vegna er það fagnaðarefni að Íslendingur af pólskum uppruna, Grazyna Okuniewska tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og náði ágætis árangri, og að Paul Nikolov tekur þátt í prófkjöri Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.

En það er þörf á umræðu um innflytjendamál, og það sem meira er, hún er alltof mikilvæg til að skilja hana eftir í höndunum á þeim liðsmönnum Frjálslynda flokksins, sem mest hafa sig í frammi um þau þessa dagana.


mbl.is Skoðanir Magnúsar vekja Steinunni hroll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já þú ert búinn að uppgötva Wente - mér fannst hún líka alltaf góð.

Ég held reyndar að múltíkúltið í Kanada eigi að kallast "mósaík", til aðskilnaðar frá "suðupottinum" í Bandaríkjunum. Munurinn sumsé sá, að í Kanada fá innflytjendurnir að lifa í sínum eigin kúltúrheimi til viðbótar því að búa í mósaíkheiminum, en sunnan landamæranna er öllu blandað saman. Mér skildist að kanadíska aðferðin ætti að gefa betri raun. En kannski er það ekki betra fyrir konur í sumum kúltúrheimum, eins og Wente er að benda á.

Svo er líka dáldið erfitt að bera saman hlutskipti innflytjenda í Kanada og í Evrópu. Í Evrópulöndum eru jafnan afdráttarlausir "innbyggjarar", upprunalega þjóðin, ef svo mætti segja, en í Kanada er varla um slíkt að ræða, nema náttúrulega hinar einu sönnu "fyrstu þjóðir", en þeirra staða er nú sennilega verst af öllum.  Þetta gerir held ég málin mun viðkvæmari og erfiðari í Evrópu, og flóknari.

Kristján G. Arngrímsson, 5.11.2006 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband