Lifi byltingin - í smásölu

Það styttist í það að "stúdentaóeirðirnar í París" eigi 40. ára afmæli.  Líklega mun hin svokallaða "68 kynslóð" sömuleiðis telja sig eiga afmæli í ár.

Það hafa margir sagt að engin kynslóð hafi "umturnast" sem  sú "kynslóð".  Öngvir "byltingarmenn" hafi orðið meiri "kapítalistar" en einmitt "68 kynslóðin".

Það er ef til vill í þeim anda sem Fauchon, eitt af höfuðvígjum Franskrar borgarastéttar býður upp á sérstaklega framleiddan "tebauk" af tilefni af þessu 40 ára afmæli.

En það hefur reyndar komið fram í fréttum að þetta þyki nokkuð kaldhæðnislegt, því að Maósistar réðust einmitt inn í verslun Fauchon í miðborg Parísar,  í maí 1970, og dreifðu gæsalifrarkæfu og öðru góðgæti til "alþýðunnar" í nafni byltingarinar.

En stundum étur byltingin börnin sín, í öðrum tilfellum býðst börnunum að drekka byltinguna - í teformi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byltingin er orðin að teboði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sjálfur bjó ég í París 1968 þegar stúdentaóeirðirnar stóðu yfir.  Ég fór oft "oní bæ" til að fylgjast með.  Ég er nú hræddur um að lítið hafi verið um "stúdenta" í þessum skríl sem eyðilögðu eignir fólks með grjótkasti og íkveikum.  Þarna voru atvinnumenn í óeirðum svo sem "Rauði Danni" (Daniel Cohn Bendit) rauðhærður gyðingur sem stjórnaði óeirðunum með harðri hendi og kostgæfni.

Uppúr því þótti tignarheitið "student" orðið að skammarheiti, og fóru menntaskóla- og háskólanemar um mestallan heim að kynna sig með nýjum titlum svo sem "menntaskólanemi" eða "háskólanemi" svo eitthvað sé upp talið.

Sigurbjörn Friðriksson, 1.5.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband