Af Austurríkismönnum

Það kemur fram í fréttinni að kanslari Austurríkis hafi áhyggjur af ímynd landsins.  Ég held að þær séu að mörgu leiti réttmætar og að Sound of Music sé ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á Austurríki.

Þetta hræðilega mál í Amstetten, "Kampusch málið" ásamt ýmsu öðru í sögu Austurríkis hefur fengið vaxandi fjölda fólks til að velta því fyrir sér hvort að eitthvað "sé að" í Austurrrísku "þjóðarsálinni".

Einn kunningi minn rifjaði það t.d. upp í vikunni að Austurríkismenn hefðu hlutfallslega spilað stærra hutverk í Helförinni, en Þjóðverjar sjálfir.  Austurríki hefði einnig aldrei viljað horfast almennilega í augu við þessa fortíð sína og jafnvel á köflum frekar litið á sig sem fórnarlamb nazismans en geranda. 

Lengst af hefði framkoma þeirra gagnvart Simon Wiesenthal verið til skammar og svona mætti áfram telja.  Það væri eitthvað "rotið" í Austurrísku "þjóðarsálinni".

Sumir böðlanna ganga ennþá lausir, svo er t.d. um Aribert Heim, en hann var einmitt í fréttunum nýverið, þá sem "eftirsóttasti" stríðsglæpamaðurinn, eins og lesa má um í þessarri frétt.

Vissulega er ekki rétt að tala um að þjóðir séu sekar, þær hafa ekki sjálfstæðan vilja, en það er ekkert undarlegt að fólki þyki Austurríkismenn koma á stundum undarlega fyrir.


mbl.is Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband