5.11.2006 | 04:36
Úrslit ljós - Hafnarfjörður sigrar
Auðvitað er það einföldun að segja að Hafnarfjörður hafi sigrað, en þó ekki. Hafnarfjörður er langsterkasta vígi Samfylkingarinnar á Íslandi, eina þéttbýlið sem flokkurinn hefur hreinan meirihluta. Það er ekki óeðlilegt að þeir láti til sín finna. Svo má bæta því við sem félagi minn sagði á msn fyrir skömmu: "Þetta er eins og í boltanum, það er ekki svo auðvelt að leggja Íslandsmeistarana.". En Íslandsmeistararnir koma einmitt úr firðinum, sterkt lið.
Þetta verður að teljast nokkuð áfall fyrir Þórunni Sveinbjörnsdóttur, sitjandi þingmann, ein af þingmönnum Samfylkingarinnar sem hefur tekið hvað einarðasta afstöðu gegn stóriðju (eru skilaboð fólgin þar?), greiddi atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun. Hún er sitjandi þingmaður, leiðtogarnir tveir hverfa á braut, en hún missir bæði Gunnar og Katrínu fram fyrir sig.
Það verður fróðlegt að sjá hvort að ISG harmi þetta?
Sigurvegararnir eru Gunnar og Katrín, sögur segja að þau hafi verið í bandalagi, en ekki skal fullyrt neitt um það hér. Katrín uppsker vel fyrir þá "hógværð" að sækjast eingöngu eftir 2. sætinu.
Guðmundur Steingríms er líklega nokkuð sáttur í 5. sæti en aðrir eru varla að uppskera það sem þeir vonuðust eftir. Þingmanninum úr Mosfellsbæ er hafnað með eftirminnilegum hætti.
Ætli ISG harmi það?
Ég hef "hlerað" að Árni Páll sé ekki sáttur við 4. sætið.
En það er rétt að óska Gunnari til hamingju með sigurinn. En ég held að listinn sem heild "trekki" ekki.
Gunnar kominn í 1. sætið á ný í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 04:37 | Facebook
Athugasemdir
Ég varð fyrir vonbrigðum að Þórunn yrði ekki efst. Hún er ein af þeim fáu sem alltaf talar málefnalega og er sá þingmaður sem hefur talað af mestri þekkingu og skynsemi um utanríkismál.
En það er ljóst að hrepparígurinn er allsráðandi í flestum prófkjörum (nema í Reykjavík) og greinilegt að Hafnfirðingar vildu sinn mann. Hvort listinn "trekki" fer eftir þessum Gunnari sem ég þekki ekkert. Næstu fjögur sæti eru skipuð frambærilegu fólki.
GFJ (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.