Vitnað í gárungana

Eitthvað virðast úrslit í prófkjörinu fara misjafnlega í þátttakendurna.  Auðvitað er ekkert ólöglegt við smölun til fjalla, en hversu siðlegt það er auðvitað önnur saga.  En eins og máltækið segir, allt er leyfilgt í ást og pólítík. 

En það rifjar upp þá meiningu "gárungana" sem segja að öflugasta pólítíska félagið á Siglufirði sé Bridgefélagið.  Þar sé ákveðið hvernig hlutirnir gerist á Siglufirði og hverja skuli styðja í prófkjörum.

Skipulagskraftur Bridgefélagsins sé slíkur að það sé því að þakka/kenna að um árið voru samanlagðir þátttakendur í prófkjörum Samfylkingar og Framsóknarflokks á Siglufirði, þó nokkru fleiri en voru á kjörskrá í kaupstaðnum.

Það þarf enda útsjónarsemi í bridge, rétt eins og pólítík.


mbl.is Kristján Möller ánægður með góða kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Góður!

Sigurjón, 5.11.2006 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband