30.4.2008 | 17:20
Að ganga á guðsmanns vegum
Það er ekki skrýtið að Obama reyni að setja fjarlægð á milli sín og sóknarprests síns. Yfirlýsingar sóknarprestsins hjálps Obama ekki baráttunni, hvorki nú í forkosningunum, eða síðar ef hann fer fram sem frambjóðandi democrata.
En er presturinn að segja eitthvað sem hann hefur ekki sagt áður?
Hefur ekki Obama setið undir ræðum þessa prests í u.þ.b. 20. ár? Eða hefur hann aðeins verið hálfdottandi í kirkju á sunnudagsmorgnum?
Sjálfum þykir mér ekki ótrúlegt og í raun ekki óeðlilegt að einhverjir snúi baki við Obama fyrir vikið. Bæði vegna þeirrar staðreyndar að trúmál spila stóra (og óþægilega að mínu mati) rullu í Bandarískum stjórnmálum. Ég hef það einnig á tilfinningunni að margir þeir sem finnst að draga þurfi úr áhrifum kirkju í Bandarískum stjórnmálum styðji Obama, og þyki því óþægilegt þegar presturinn "hans" er svo yfirlíysingaglaður.
Sjálfur held ég að ég geti fullyrt að ef ég væri að velja á milli frambjóðenda (t.d. á Íslandi) þá myndi það ótvírætt virka neikvætt á mig ef frambjóðandi hefði sterk tengsl við "ofsatrúarsöfnuð". Mín skoðun er einfaldlega að best sé að skýr skil séu á milli stjórnvalda og trúarsöfnuða.
Þetta breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ég vil sjá Obama og McCain kljást um forsetaembættið.
Obama snýr baki við prestinum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
'Eg vorkenni Obama greyinu þessi sóknarprestur er alveg hræðilegur , Vá hann allgert illmenni og athyglis sjúkur ég er þér sammála virka neikvætt á mig ef frambjóðandi hefði sterk tengsl við svona "ofsatrúarsöfnuð". þetta eyðlegur rosalega fyrir Obama mér finnst hann mjög efnilegur frambjóðendi.
Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.