4.11.2006 | 20:28
Jafnir í eymdinni?
Það er varla að ég trúi að rétt sé haft eftir Ögmundi Jónassyni í fréttinni sem ég sá á vísi.is. Ég er eiginlega að vona að þetta sé ekki á rökum reist.
Jöfnuðurinn er það sem er ofar öllum markmiðum, það er betra að að auka jöfnuðinn með því að bankarnir fari úr landi, heldur en að búa við óbreytt ástand?
Hvaða hagsbót er það fyrir hina lægra launuðu að þeir hæstlaunuðu flytji úr landi? Batna kjör þeirra við það? Hvaða hagsbót hafa hinir lægra launuðu að fjölmargir vel launaðir missi vinnuna? Hvaða hagsbót er það fyrir hina lægra launuðu að skattar bankanna séu frekar greiddir erlendis en á Íslandi?
Skyldi Félag bankastarfsmanna vera sammála formanni Bandalags opinberra starfsmanna um þetta atriði?
En auðvitað eigum Íslendingar ekki að virkja orkulindir sínar og hamingjan forði okkur frá því að á landinu byggist upp sterk alþjóðleg fyrirtæki.
Líklegast yrðu allir Íslendingar jafnir ef Vinstri grænir kæmust til valda, jafnir í eymdinni.
En auðvitað gæti hugsast að einhverjir yrðu jafnari en aðrir, þannig er það oftast nær í "paradísum" vinstri "útópíunnar".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Vefurinn, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.