29.4.2008 | 17:12
Matvælaverð lækkar
Miðað við allar þær óhagstæðu fréttir sem berast úr flestum heimhornum (hef reyndar of velt þessu fyrir mér með hornin á hnettinum) þá verður efnahagsástand hér í Kanada að teljast með ágætum. Þó vissulega megi heyra svartsýni hér sem annars staðar, er flest sem bendir til þess að efnahagurinn hér standi traustum fótum.
Húsnæðisverð hér er nokkuð stöðugt, hækkar rólega (þó vissulega misjafnt eftir svæðum og líklega er verðlínan flöt um þessar mundir) og líkur á hruni taldar litlar (sjá graf hér.), landið er ríkt af auðlindum, en verð þeirra flestra er í sögulegu hámarki, sérstaklega olíu, en einnig á málmum, áburði, korni og fleira mætti tína til. Gjaldmiðilinn er sterkur (það hefur reyndar neikvæði áhrif á útflutning), og það sem meira er, sá styrkleiki skilar sér á sumum sviðum alla leið til neytenda.
Þannig má lesa í frétt Globe and Mail að matvælaverð hafi lækkað í Kanada, ekki stórkostlega, aðeins um 0.3%, en þegar litið er til hækkana á sumum vörutegundum, telst það nokkuð gott. Verðbólga í landinu mælist nú 1.4%, ekkert land innan OECD býr við lægri verðbólgu að Japan undanskyldu.
Í fréttinni má lesa m.a.:
Total inflation in March was 1.4 per cent compared to a year ago, with food prices actually dropping 0.3 per cent, and energy prices rising just 5.4 per cent. Core inflation was 1.0 per cent.
For both total and core inflation, Canada was the second lowest of the entire OECD, which groups the world's most industrialized countries. Japan, which has struggled for years to fend off deflation, showed total inflation of 1.2 per cent in March, and core inflation of 0.2 per cent.
The highest inflation rates were seen in Iceland and Turkey, both of which are dealing with current account deficits and financial turmoil.
Canada's remarkably low inflation is due mainly to the rise of the Canadian dollar over the past year. Imports are cheaper for Canadian buyers, pushing down domestic prices for goods especially cars and food, especially fruits and vegetables.
The appreciation of the currency has also muted the rise in energy and gasoline prices. Competition among grocery stores has also kept food prices low at a time when many countries are dealing with unrest and export controls because of soaring food prices. Even in the European Union, food prices were 6.9 per cent higher in March compared to a year ago, the OECD figures show.
Feitletranir eru blogghöfundar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sterkt gengi Kanada dollars og veiking USA dollars spilar greinilega stóra rullu í þessu en það er klárt að Það eiga eftir að verða miklar verðleiðréttingar á mat en hörð samkeppni er að seinka þeim.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 10:26
Það er auðvitað ljóst að styrkinging Kanada dollars spilar stóra rullu, gerir innflut matvæli ódýrari og gerir innlend matvæli óhagstæðari til útflutnings.
En hörð, góð og sanngjörn samkeppni á smásölumarkaði er "auðlegð" neytenda. Ekki aðeins tryggir hún yfirleitt nokkuð góða þjónustu, lágmarkar álagningu í bæði smásölu og heildsölu, heldur tryggir hún í flestum tilfellum að styrking gjaldmiðilsins og þar með lægra innkaupsverð skilar sér alla leið til neytandands.
G. Tómas Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.