Komnir á kunnuglegar slóðir

Það er fátt meira hressandi en að rölta niður í kjallara ásamt heimasætunni í morgunsárið og sjá Ferrari vinna formúlukeppni 1 - 2.  Það er yfirleitt ávísun á góðan dag.

Þetta stefnir allt í réttar áttir.  Kimi eykur forskot sitt, Massa kominn í fjórða sætið og Ferrari á topinn í keppni bílsmiða.

Næst er það síðan Istanbul, sem ætti að kæta Massa, sem hefur alltaf gengið vel þar.  Massa vann þar 2006 og 7.  2005 var það Kimi, þá fyrir McLaren.  Það hafa því ekki aðrir en núverandi Ferrariökumennirnar borið sigur úr býtum í Istanbul.  Það kæmi mér því ekki á óvart að við næðum þriðja 1-2 sigrinum í röð.

Það var leiðinlegt að sjá Alonso detta úr leik, hefði bæði verið gaman og gott að sjá hann í þriðja eða fjórða sætinu, en Renault átti ekki góðan dag, og leiðinlegt fyrir Alonso að detta úr leik á heimavelli eftir ágætis akstur.

Hamilton skilaði sínu vel, en það var hrikalegt að sjá bíl Kovalainen hverfa inn í dekkjavegginn, en sem betur fer lítur út fyrir að hann hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.

Kubica heldur áfram að sanka að sér stigum, en Heidfeld varð fórnarlamb ákaflega óréttlátar reglu um þjónustuhlé á meðan öryggisbílinn er úti.  En það þýðir ekkert að þrefa við dómarana, eða reglurnar.

Mér sýndis af þvi atkviki þegar Bourdais og Piquet skullu saman að Red Bull veiti ekki af því að láta athuga speglana hjá sér, það er ekki einleikið hvað bílarnir þeirra lenda í keimlíkum árekstrum.


mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband