Gott (m)ál

Mér líst vel á þetta álver í Þorlákshöfn, sérstaklega á þann hluta sem endurbræðir ál til frekari vinnslu.  Óskandi væri að í framtíðinni byggðist upp í kringum þetta álver alls kyns álsteypufyrirtæki og annar iðnaður sem getur framleitt úr álinu.

En það hlýtur líka að koma upp sú spurning hvaðan á þetta álver að fá orku?  Hvar má virkja?

Fréttin segir ekkert um fyrirhugaða orkuöflun sem hlýtur þó að teljast eitt að stærstu atriðunum í þessu sambandi.

Svo er líka nauðsynlegt fyrir Sunnlendinga og reyndar landsmenn alla að vita hug þeirra sem nú sækjast eftir þingsætum til þessara framkvæmda, sérstaklega er fróðlegt að vita hug þeirra sem sækjast eftir þingsætum fyrir Suðurkjördæmið.

Hver er afstaða t.d. Lúðvíks Bergvinssonar, Róberts Marshall, Björgvins Sigurðssonar, Árna M. Mathiesen, Atla Gíslasonar, Ragnheiðar Hergeirsdóttur, Guðna Ágústssonar, bara svo fáeinir séu nefndir.

Væri ekki þarft mál fyrir fjölmiðla að athuga það?  Væri ekki æskilegt fyrir kjósendur að vita hvað þessir menn vilja?


mbl.is Stefnt að byggingu álvers við Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband