Sami frábæri borgarstjórinn - Sama frábæra hárið

david_miller.jpg

"Manst´ekki eftir mér, mikið líturðu vel út baby, frábært hár", sungu Stuðmenn fyrir nokkrum árum.  Líklega gæti borgarstjórinn hér í Toronto notað þetta sem einkennislag, ef Torontobúar skyldu íslensku svona almennt.

En það eru borgarstjórnarkosningar hér í Toronto um aðra helgi, eða 11. nóvember.  Valið stendur á milli David Miller, sitjandi borgarstjóra og Jane Pitfield.  Borgarstjórinn er kosinn sérstaklega og svo eru kosnir borgarfulltrúar fyrir mismunandi hverfi, allt saman einmenningskjördæmi.

Vissulega eru skiptar skoðanir um Miller, en flestir eru þó sammála um að hann eigi endurkjör víst.  Hann er umdeildur og öðruvísi stjórnmálamaður og fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í auglýsingum sínum í þessum kosningum.

Á meðal slagorða sem hann notar er "Same Great Mayor Same Great Hair", "Still Honest" (eins og kjósendur eigi ef til vill von á því að það breytist?) og "His Speeches Don´t Contribute To Global Warming". 

Sumum finnst hann setja niður með þessum slagorðum, að þetta sé engin pólítík.  Það má til sanns vegar færa að það er ekki mikil pólítík í því að segjast vera sami frábæri borgarstjórinn með sama frábæra hárið.  En það vekur athygli á baráttu sem er annars með eindæmum litlaus og borgarbúar eru ákaflega áhugalitlir yfir.  Árið 2003 (kjörtímabilið er aðeins 3. ár) var kjörsókn undir 40%, engin á von á því að hún verði meiri í ár.

Ég á ekki von á því að þetta gengi á Íslandi, en slagorðið í fyrirsögninni hefði þó verið eins og sniðið fyrir íslenskar aðstæður, þegar Davíð var borgarstjóri.

En hér má sjá auglýsingar Miller´s.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband