3.11.2006 | 05:19
Af andstæðingum og aðförum þeirra
Ekki fæ ég skilið hvað menn hafa á móti því að stjórnmálamenn tali um andstæðinga sína, þá sem eru í öðrum flokkum og hafa aðrar skoðanir á málunum.
"Pólítíska rétthyggjan" er komin í Hálsaskóginn ef bannað er að nota þetta gamla og rammíslenska orð. Þeir sem eru ekki fylgjandi því sem ég segi, eru andstæðingar mínar, alla vegna í því tiltekna máli. Það er alls ekki of sterkt til orða tekið. Hvað vildu menn annars nota frekar?
Hitt er svo annað mál, að ég er sammála þeim sem segja að ofnotkun íslenskra stjórnmálamanna á orðinu aðför. Að það sé sýknt og heilagt verið að gera "aðför að þeim". Eðlilega deila stjórnmálamenn hvor við annan, reyna að koma höggi á andstæðinginn, fella nokkrar "keilur" og vekja á sér athygli. Það á ekkert skylt við aðför eins og við leggjum merkingu í það orð í dag.
En vitaskuld er oft höggvið í sama knérunn, enda eðlilega reynt að höggva þar sem það er talið að það skili árangri, í pólítík er ekki endilega verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, heldur reynt að finna veikasta punktinn.
Það að andstæðingar manns hafi sig mikið í frammi hvað varðar einstök mál, er ekki dæmi um það að þeir séu hræddir við viðkomandi, heldur að þeir telji sig hafa fundið veikan punkt, punkt sem er vænlegur til vinsælda, eða veki athygli. Punkt sem skori hjá kjósendum.
Þegar Framsóknarmenn töluðu hvað mest um að gerð væri aðför að sér, var það einfaldlega að andstæðingar hans skynjuðu veikleika flokksins og formannins. Eitthvað segir mér að þeir séu ekki búnir að bíta úr með það enn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.