2.11.2006 | 17:21
Allir Reykvíkingar og Akureyringar sem eru andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar hljóta að fagna
Ég verð að viðurkenna að ég persónulega get ekki lagt dóm á hvort að umræddur samningur um kaup ríkisins á hluta Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkun er góður samningur eður ei. Ég hef einfaldlega ekki aðgang að þeim gögnum sem þarf til að meta það.
Hitt er þó ljóst að ef eitthvað er marka málflutning andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar, sem marga má finna innan vébanda þeirra flokka sem hafa gagnrýnt söluna, það er að segja Vinstri grænna og Samfylkingar, þá er ættu allir andstæðingar virkunarinnar sem búsettir eru á Akureyri og í Reykjavík að fagna.
Því ef Kárahnjúkavirkun er slíkt feigðarflan sem margir andstæðingar hafa viljað meina, ef hún er dæmd til þess að vera rekin með tapi, ef líklegt er að stíflan bresti og þar fram eftir götunum.
Þá er auðvitað stórglæsilegt fyrir þessi tvö sveitarfélög að hafa losað sig út úr "klúðrinu". Hefði líklega verið betra fyrir þau að hreinlega gefa sinn hlut frekar en að halda. Því hlýtur allt það sem fékkst fyrir hluti þeirra að vera "hreinn bónus".
Eða hvað?
Hver vill halda áfram að eiga hlut í fyrirtæki sem byggir stíflur sem eru ekki öruggar, sem byggir virkjanir sem gera ekkert nema að skila tapi. Sem selur erlendum "auðvaldspungum" svo ódýra orku að það hlýtur að éta upp eigið fé fyrirtækisins á til þess að gera fáum árum?
Samfylkingin: Landsvirkjun seld fyrir smánarverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.