Er skynsamlegt að borga/fá borgað í euro?

Mikið hefur verið fjallað um aðild að "Sambandinu" og nauðsyn þess að taka upp euro á Íslandi.  Fréttir berast af því að að einstaklingar séu byrjaðir að semja um að fá laun sín greidd í euro og "skynsamt" fólk jafnvel farið að greiða barnapíunum sínum í þeirri mynt.

Alla vegna fékk ég sendan hlekk á þessa frétt á vef DV.  Þar segir m.a.:

„Það merkilega við þetta allt saman er að ekkert okkar var einu sinni að grínast, heldur þótti okkur öllum þetta vera eðlileg og skynsamleg ráðstöfun,“ heldur hún áfram. hún á reyndar ekki von á því að greiðslur í evrum verði heimilinu erfiðar ef að krónan lækkar frekar. Barnapíur þessa lands séu flestar hófsamar í kröfum sínum og svo sé einnig um þeirra barnapíu, sem sé bæði nágranni og heimilisvinur. „Við þurftum þess vegna ekkert að gera neina fundargerð eða tilkynna þetta til Fjármálaeftirlitsins.“

En hversu skynsamleg er þessi ákvörðun?  Ef barnapían hefur skuldbundingar í euro, eða hyggst leggja fyrir með því augnamiði að heimsækja eitthvert land eða lönd á eurosvæðinu, er þetta auðvitað hið besta mál.  Séu fyrirsjáanleg útgjöld hennar í euro er þetta góð trygging.

Ætli hún hins vegar að nota laun sín á Íslandi getur brugðið til beggja vona.  Það verður að vona að barnapían hafi verið frædd um þann möguleika að laun hennar gætu lækkað í krónum talið, t.d. ef þessi spá gengur eftir.

En svo þarf líka að líta á óhagræðið sem hefst af því að höndla með gjaldmiðil, sem er ekki gjaldmiðill landsins, ef á að eyða upphæðinni innanlands.  Það gæti því verið skynsamlegra að "binda" launin við euro, þó að hættan á gengislækkun sé ennþá fyrir hendi, þá er engin aukakostnaður.

Tökum dæmi.  Barnapían fær 10 euro á tímann og hefur unnið 5 tíma, fær greitt 50 euro.  Hjónin fara í bankann og kaupa 50 euro.  Á seðlagengi dagsins kostar það 6.115 Íslenskar krónur.  Barnapían fer svo í bankann með 50 euro og skiptir þeim í Íslenskar krónur til að skreppa í kvikmyndahús og annað smálegt.

Bankinn greiðir henni eftir seðlagenginu, 5.810 Íslenskar krónur, 305 krónum lægri upphæð.

Skynsamlegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband