Uppbyggileg gagnrýni

Rannveig á skilið eina góða rauða kratarós í hnappagatið fyrir að hefja þessa umræðu.  Auðvitað eigum við að taka það upp ef mannréttindi eru brotin, jafnt í Færeyjum sem annars staðar.  Það er ekki afskiptasemi heldur umhyggja fyrir viðkomandi þjóð.

Að sjálfsögðu eiga Norðurlandaþjóðirnar ekki að grípa til neinna aðgerða gegn Færeyingum, enda held ég að það hafi ekki verið meining neins.  En það á að láta vita að þetta sé litið hornauga og sé ekki eftirbreytnivert.

Auðvitað hafa Færeyingar leyfi til að hafa sína samfélagsgerð, en við eigum að láta þá vita að okkur hugnist ekki mismunun á þegnunum, ef okkur sýnist svo.

Ég endurtek að þetta finnst mér þarft mál hjá Rannveigu.


mbl.is Segir Færeyinga aftarlega á merinni í málefnum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband