30.10.2006 | 16:33
Dugar "Sleggjan" gegn konum?
Það virðist ljóst að þeir eru til Framsóknarmennirnir sem líta á niðurstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar í NorðVestur kjörsdæmi sem "manna af himnum". Þar hafi fallið þeim i skaut margföld tækifæri.
Þeir virðast líta svo á að ekki aðeins hafi Samfylking verið að hafna konum, heldur einnig veikt stöðu sína á Norð-Vesturlandi, en þar hafa Framsóknarmenn gjarna verið sterkir og hafa sóknarfæri.
Varaþingmaðurinn Herdís Sæmundardóttir er einmitt af Norð-Vesturlandi og sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins.
Því eygja Framsóknarmenn þann möguleika að slá margar flugur í einu höggi, höfða til kvenna, höfða til kjósenda á Norð-Vesturlandi og síðast en ekki síst, senda Kristinn H. Gunnarson í 3ja sæti eða aftar.
Er hægt að biðja um meira?
Nú er að sjá hvernig "Sleggjan" dugar gegn "stöðu kvenna".
Öll atkvæði talin í NV-kjördæmi; Guðbjartur sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Kristinn gefur kost á sér í 1. sæti eins og Magnús Stef. Það er eingöngu Herdís sem gefur kost á sér í 2. sæti og á það öruggt, þar sem baráttan er á milli hinna og sá sem tapar verður örugglega neðar. Hitt er svo annað mál hvort Framsókn fær yfirleitt 2 menn í kjördæminu í vor. Það er óvíst.
Jón (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 16:48
Ekki þekki ég reglur í þessari kosningu, en sá sem býður sig fram í 1. sætið hlýtur að vera gjaldgengur í 2. Það er á engan hátt "gefið" að sá sem tapi því 1. hrapi niður því það hlýtur líka að mega kjósa þá í 2. sætið sem hafa ekki "sóst" eftir því.
En það verður spennandi að fylgjast með þessu, sjálfur hef ég trú á að Magnús hafi þetta, hef trú á því að slagkraftur "Sleggjunnar" sé ofmetin.
G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2006 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.