Við hvaða Jón Þór er verið að tala?

Ég hnaut um þessa frétt á vef RUV, núna rétt um miðnættið.  

Evruvæðing atvinnulífs

Við værum í enn verri stöðu en við erum í dag - ef við myndum taka upp evru í viðskiptalífinu og hætta að nota krónuna. Þetta segir Jón Þór Sturluson, hagfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Samtök atvinnulífisins hyggst skoða þann möguleika að atvinnulífið taki einhliða upp evru.

Jón Þór segir að það sé einn lakasti kosturinn í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Seðlabankinn yrði af tekjum vegna útgáfu myntar og hætt sé við því að þær krónur sem eru í umferð verði verðlausar. Alvarlegast er þó að viðskiptabankarnir myndu þá ekki lengur hafa aðgang að lausafé hjá Seðlabanka.

Flestir þeir sem hafi skoðað gjaldeyrismálin séu sammála um að tveir möguleikar séu í stöðunni - óbreytt ástand eða að ganga í myntbandalag Evrópu, segir Jón Þór.

Ekki það að ég hef ekkert út á fréttina að setja, og er nokkuð sammála henni, en mér þykir merkilegt að hér er talað við Jón Þór Sturluson hagfræðing Háskólans í Reykjavík.

Það er hins vegar ekki talað við Jón Þór Sturluson aðstoðarmann viðskiptaráðherra, né heldur Jón Þór Sturluson, höfund bókarinnar "Hvað með evruna".

Nei, nú virðist fréttastofa ríkisútvarpsins þurfa á áliti "hlutlauss" háskólamanns að halda og þá er haft samband við Jón Þór Sturluson, hagfræðing hjá Háskólunum í Reykjavík.

Ísland er sannarlega lítið land, og "alnafnarnir" víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hérna er búið að sameina alnafnana í eina ferilskrá sem samanstendur af því sem þú telur upp og meiraðsegja mynd með!

http://ru.is/?PageID=2382 

Bjarni Ben Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 05:35

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég held nú að engin viti hvað til hvaða bragðs eigi að taka

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.  Ég gerði mér reyndar grein fyrir því hvernig í pottinn var búið.  Ég er heldur ekkert að setja út á Jón Þór.  Mér þykja þetta hins vegar nokkuð merkileg vinnubrögð hjá fréttastofu útvarps, því mér þykir það frekar mikilvægur punktur að hann er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Það hlýtur að skipta máli fyrir þá sem á hlýða, að vita að hagfræðingurinn starfi hjá ríkisstjórninni.

G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það þarf ekki að vera neitt ósamræmi í viðhorfum Jóns um ávinning af upptöku evru og því að hann sé mótfallinn því að atvinnulífið geri það einhliða. Mbk,  G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.4.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er ekkert að skjóta á Jón Þór, eða hans skoðanir með þessarri færslu. 

Það sem vekur athygli mína er að fréttastofa RUV virðist ekki telja það þess virði að það komi fram í fréttinni að hann sé aðstoðamaður viðskiptaráðherra.  Sem er þó eftir því sem ég kemst næst hans aðalstarf þessi misserion.

Það er það sem vantar í fréttina.

G. Tómas Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband