10.4.2008 | 04:25
Bö og Mö
Ég hef verið að þvælast um netið núna í kvöld. Farið um víða veröld, en verið mest á Íslenskum vefsíðum.
Hlustað og horft á fréttir og fréttatengda þætti, Kastljós, Ísland í dag og Mannamál, gerðist meira að segja menningarlegur stutta stund og horfði á Kiljuna.
En mest var ég að þvælast á "prívat" vef og bloggsíðum. Það er enda fínt að láta talið nægja af Íslensku sjónvarpi, myndskreytingin bætir oft litlu við.
En það er gott að sjá að Íslendingar hafa ekki misst húmörinn, þó að á móti blási.
Þannig hló ég nokkuð dátt, þegar ég sá á fleiri en einum stað að menn voru að ræða að það væri ekki nema einn maður sem hefði getað fengið menn til að sakna Sturlu Bö sem samgönguráðherra, það væri Kristján Mö.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.