10.4.2008 | 03:50
Baugur og Ísland
Ég var að lesa um sölu Baugs á fjölmiðla og fjárfestingarfyrirtækjum sínum á Íslandi og sá að menn voru eitthvað að fabúlera um að Baugur væri að rjúfa tengsl sín við Ísland.
Einhvern vegin get ég ekki séð það út úr þessum gjörningum.
Ég sé bara endurskipulagningu og að Baugur sé að setja aðeins fjarlægð á milli sín og þeirra fyrirtækja sem hafa gengið verulega illa á undanförnum misserum. Það er enginn stíll yfir því að tengjast 365 eða FL Group.
En aðalrekstur Baugs á Íslandi er ennþá í höndum fyrirtækisins. Bónus, Hagkaup, 10 - 11, Húsamiðjan, Útilíf og aðrar verslanir sem fyrirtækið á eru ennþá undir hatti Baugs. Sömuleiðis Bananar, Aðföng o.s.frv. Sjá hér (fengið af Visi).
En fyrirtækin sem hafa verið hálfgerð "vandræðabörn", FL Group, og fjölmiðla og tæknifyritækin eru send "að heiman". En þau fara í sjálfu sér ekki langt, enda sömu eigendur að Stoðum og Styrk, að því frátöldu að Kaldbakur kemur inn í Styrk.
Að mestu leyti er því verið að færa eignir á milli vasa. Eignir eru færðar á milli óskráðra félaga, sem að lang mestu eru í eigu sömu aðila.
Skipuritinu er breytt og Baugur tekur á sig tap, í eitt skipti fyrir öll, en þetta ætti að gera félagið nokkuð "skýrara".
En það er eingöngu 1/3 af Fl-Group sem raunverulega skiptir um eigendur.Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.