28.10.2006 | 14:27
Segir það sig ekki nokkuð sjálft?
Ég væri alla vegna nokkuð hissa ef það væru engin tengsl á milli eignarhalds og auglýsinga.
Auðvitað auglýsa fyrirtæki "innanhúss" ef það er hægt, ekki skaðar það auðvitað ef um leið er að ræða það dagblað sem hefur mesta útbreiðslu og lestur samkvæmt könnunum.
Ég er ekki frá því að þegar kostnaðaráætlun hefur verið gerð fyrir Fréttablaðið, svona í upphafi þegar Baugur ákvað að koma að því, hafi kostnaður við gerð og dreifingu "auglýsingasnepla" fyrirtækisins verið lagður þar til hliðsjónar, ásamt öðrum auglýsingum.
Þeir eru jú eftir allt saman í "bisness".
Það "vald" sem kemur svo með því að eiga fjölmiðla er "bónus".
Tengsl milli eignarhalds dagblaða og auglýsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.