REI á réttri leið?

Þó að ekki komi miklar upplýsingar fram í fréttinni, þá virðist mér að nú virðist REI vera að stefna á öllu skynsamlegri kúrs, en áður hafði verið markaður.

Auðvitað er eftirsóknarvert og sjálfsagt að reyna að markaðssetja og selja þá þekkingu sem safnast hefur saman í OR.  En það er auðvitað ekki sama hvernig að því er staðið.

Eðlilegast er að reyna að selja ráðgjöf, koma með þekkinguna, en láta öðrum eftir að fjármagna og framkvæma.  Það ætti að vera mögulegt í samstarfi við hvort sem væri, innlenda eða erlenda aðila, ekki binda sig einum eða neinum, heldur taka þátt í skýrt afmörkuðum verkefnum.

"Invest" partinum ætti að halda í algeru lágmarki. 

Vissulega þýðir það að hagnaðurinn getur aldrei orðið jafn mikill og ef ráðist er í stórar fjárfestingar, en að sama skapi er heldur ekki hægt að tapa stórum fjárhæðum.  Fjárhæðum sem fengnar eru með því að rukka almenning fyrir orkunotkun, heima á Íslandi.

En það getur líka verið betra til lengri tíma litið að vera "hlutlaus" aðili í "bransanum", aðstoða mismunandi aðila og fyrirtæki við að nýta sér jarðhita.  Geta starfað með ólíkum aðilum að ólíkum verkefnum.

 

 


mbl.is REI lágmarkar áhættuna án þess að glata tækifærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband