Vekjum athygli á baráttunni - Frelsið er ekki bara yndislegt heldur á að vera fyrir alla.

Það er erfitt fyrir mann eins og mig að ímynda sér að ég gæti verið í hættu staddur fyrir það sem mér kynni að detta í hug að skrifa hér á bloggið.

Alla mína ævi hef ég búið í "öruggum" samfélögum, ekki þurft að óttast um hag minn eða minna fyrir hvað okkur dettur í hug að tjá okkur um.  En innan fjölskyldunnar er nokkur reynsla af öðru.  Konan mín ólst upp í Sovétríkjunum, hún eins og aðrir Eistlendingar voru þar hluti af hvort sem þeir kærðu sig um eður ei. Tengdaforeldrar mínir eyddu lunganum af sínu lífi innan "Járntjaldsins".

Það er þarft að hlusta á frásagnir fólks sem hefur upplifað slíka hluti, og hefur nú frelsi til að segja frá þeim.  En það er enn þarfara að minna á hlutskipti þeirra sem enn búa við helsi, sem enn mega eiga von á því að bankað sé upp á og þeir fangelsaðir fyrir eitthvað sem þeir hafa látið frá sér í orðræðu, á prenti eða á netinu.

Því er áriðandi að leggja þessari baráttu lið.

 


mbl.is Ógn steðjar að tjáningarfrelsinu á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband