8.4.2008 | 04:09
Tollaskollaleikur og fríðindi frá þeim
Auðvitað er löngu tímabært að fara að lækka og fella niður tolla á landbúnaðarvörum sem fluttar eru til Íslands. Að halda uppi verði á vöru eins og pasta, til neyslustýringar, er í raun ekkert annað en skepnuskapur.
En hvað varðar tollkvótana og að koma ávinningi af innflutningi til almennings, þá sé ég ekki aðra lausn en að leyfa ótakmarkaðan innflutning, því ef um kvóta er að ræða þá sé ég ekki betri leið til að útdeila þeim heldur en uppboð, ja nema ef vilji er fyrir hendi að útdeila þeim í samræmi við hlutdeild verslana í "landsmarkaði", en það gæti verið nokkuð flókið að finna það út.
Ég get nú svo ekki séð að Ingibjörg þurfi að vera hissa að Heimdallur sé fylgjandi niðurfellingu tolla, þó að félagið hafi líklega ekki stutt mörg mál hjá Ingibjörgu, hefur það að best ég man ætið sutt aukið verslunarfrelsi.
En það þarf að fara að vinda ofan af verndartollum og styrkjum til landbúnaðar, það verður brýnna með hverju árinu.
Frjáls innflutningur, það hlýtur að vera krafan.
Tollfríðindi skili sér í vasa almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég er nokkuð viss um að pasta er tollfrjáls vara en þó ekki 100% viss
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 10:29
Bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar. Ég hafði ekkert fyrir því að fletta þessu upp, heldur tók þetta beint upp úr fréttinni sem þessi færsla er tengd við.
En það er brýnt að fara í tolla og vörugjaldalækkanir. En það er misskilningur að mínu mati að halda að slíkt hafi ekki áhrif yfir allan matvælamarkaðinn.
Þó að hlutfall svína og kjúklingakjöts sé t.d. ekki hátt í útgjöldum heimilanna eins og staðan er í dag, mun neysla þess stóraukast ef verðið á því lækkar. Því mun verðlækkun á því skipta miklu meira máli en margir vilja meina. Mestu máli kemur það til með að skipta fyrir þá sem hafa minna á milli handanna, sem munu eiga kost á ódýrari mat.
G. Tómas Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 13:26
Ertu semsagt að segja það að þú viljir sjá íslenskan landbúnað líða undir lok?
Ég býst nú við því að þú hafir tekið eftir því að nýverið er verð á áburði búið að hækka gríðarlega, í sumum tilvikum rúmlega 100% hækkun! Og á síðan að koma til móts við þá með því að lækka tekjur þeirra?
Ég hef sjaldan þvílíka fásinnu! Álit mitt á Samfylkingunni og formanni hennar var nú ekki mikið fyrir en ef að frú ballprinsessa ætlar að sparka svona í bændur meðan þeir liggja þá held ég að það líði ekki langur tíma áður en að það sem einkenni borgina Reykjavík verði skítafíla og nokkur vagnhlöss af skít við alþingishúsið.
Einar Freyr Magnússon, 8.4.2008 kl. 15:10
Ég hef ekki trú á því að Íslenskur landbúnaður líði undir lok, en ég teldi eðlilegt að hann skryppi verulega saman. Hann virðist einfaldlega ekki vera samkeppnishæfur, alla vegna ekki eins og kerfið er byggt upp í dag.
Það er í sjálfu sér rangt að tala um að "laun" bænda lækki, það væri rökréttara að segja að rekstur þeirra fari að skila minni hagnaði eða fari jafnvel að skila tapi.
Ein af meinlokunum er nefnilega að bændur eru gjarnir að líta á sig sem launamenn, líklega þá hjá ríkinu eða almenningi. En auðvitað á rekstur bænda að lúta sömu lögmálum og annar rekstur.
Einhverjar hæstu niðurgreiðslur sem þekkjast, ásamt einhverju hæsta útsöluverði sem þekkist er einfaldlega ekki kerfi sem ber að byggja á til framtíðar.
G. Tómas Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 16:20
Bændur hafa ekki verið að hagnast. 400 ærgilda bú veltir 3.500.000 kr
Niðurfelling tolla mun þýða tímabundið lægra verð meðan offramboð verður á markaðnum en verslunin mun nota innflutninginn til að skapa það
Þegar íslenskir bændur verða búnir að leggja upp laupana verður verðið 20-50% hærra en það er núna því þá þarf verslunin sjálf að raða í hillurnar, byggja kæligeymslur annast dreifingu og síðast en ekki síst taka á sig rýrnunina
Skýrasta dæmið um þetta er grænmetið en tollar voru afnumdir og hvernig er verðið
þeir einu sem koma til með að hagnast á þessu er verslunin. Bændur og neytendur tapa
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 20:15
Það má vel vera að bændur séu ekki að hagnast, ég þekki það ekki svo vel.
Það ætti hins vegar að vera sjálfhætt ef að eitt hæsta matarverð og einhverjir hæstu styrkir duga ekki til þess að bændur hafi það þokkalegt. Er þá ekki betra að flytja á "mölina"?
Það má vel vera að kjötverð hækki, þó að mér þyki það ekki trúlegt. Það er jú svipað fyrirkomulag í öðrum löndum, og þar er útsöluverð mun lægra.
Hitt er svo augljóslega hagnaður neytenda ef þeir þurfa aðeins að greiða við "kassann", en ekki með skattinum einnig. Það ætti að þýða lægri skatta eða öflugri þjónustu, allt eftir hvernig dæmið er höndlað.
G. Tómas Gunnarsson, 8.4.2008 kl. 21:29
Það verða aðrar þjóðir sem niðurgreiða matin fyrir okkur
65% af útgjöldum EU fer til landbúnaðarstyrkja síðan bætast við styrkir viðkomandi þjóða en 3% af ríkisútgjöldunum hér
Þú talar um hæstu styrki á byggðu bóli en það er svo fjarri því en þú ert væntanlega vísa í OECD útreikninga en þeir eru svo vitlausir að það nær engu tali.
Dæmi: Nær allir styrkir Evrópusambandsins eru skilgreindir sem grænar greiðslur og það túlka þeir ekki sem styrki og get haldið áfram lengi enn
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 00:00
Ég sagði reyndar aðeins "Það ætti hins vegar að vera sjálfhætt ef að eitt hæsta matarverð og einhverjir hæstu styrkir duga ekki til þess að bændur hafi það þokkalegt."
Og það er ekki of mikið sagt. Það er líka ódýrt að segja að OECD reikningar séu einfaldlega vitlausir.
Og vissulega eru kjöt og mjólkurstyrkir ekki einu styrkirnir sem bændur fá á Íslandi heldur.
Enda eins og ég segi, ef að afkoma greinarinnar er hrein hörmung, þá skil ég ekki til hvers bændur eru að berjast áfram. Atvinnuástand á Íslandi hefur verið gott, og sem betur fer bendir flest til að það verði svo áfram. Það ætti að vera nóga vinnu að hafa fyrir duglega og útsjónarsama menn, sem eru vanir rekstri.
G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 12:07
Við erum með eitt hæsta kjötverð í evrópu en þar kemur á móti að mjólkurverð er með því lægsta sem finnst!
Og bíddu nú við, fyrst segirðu:
"Ég hef ekki trú á því að Íslenskur landbúnaður líði undir lok, en ég teldi eðlilegt að hann skryppi verulega saman."
En síðan segirðu:
"Enda eins og ég segi, ef að afkoma greinarinnar er hrein hörmung, þá skil ég ekki til hvers bændur eru að berjast áfram."
Alveg finnst mér ótrúlegt að eitt helsta baráttuefni formanns stjórnmálaflokks skuli vera það að leggja niður atvinnugrein.
Ef ég væri ekki kurteis maður þá myndi ég kalla þetta þvílíka og algjöra heimsku!... En eins og ég segi, ef ég væri ekki kurteis maður...
Einar Freyr Magnússon, 9.4.2008 kl. 13:02
Spurningin sem þarf að koma fram með bæði mjólkur og kjötverð, er hvert "heildarverðið" er. Bæði það sem greitt er við kassann og sem er greitt úr almennum sjóðum.
Já, ég hef ekki trú á því að Íslenskur landbúnaður leggist af, en ég hef trú á því að hann skreppi verulega saman.
Fyrir þá bændur sem ekki ná endum saman eða eru verulega óánægðir með sín kjör, er auðvitað best að hætta. Snúa sér að öðru, það gera menn gjarna ef fyrirtæki þeirra finna ekki rekstrargrundvöll eða ganga ekki.
En ég hef enga trú á því að það gildi um alla bændastéttina, því þó að menn séu gjarnir á að tala um þá sem einn hóp, tel ég það alls eiga við.
G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.