5.4.2008 | 18:33
Gott
Ég missti af tímatökunni í morgun, var vaknaður klukkan sjö þegar hún byrjaði, en það voru engin tök á því að sitja fyrir framan sjónvarpið. Það varð að klæða ómegðina og koma svo konunni í vinnuna og Foringjanum í leikskólann.
En fyrst að mínir menn eru ekki á pólnum, þá er það nokkuð barasta hreinlega ljómandi að Kubica sé þar og rétt að óska honum og BMW mönnum til hamingju með þennan áfanga. Það verður að teljast ágætt að einhverjir aðrir en Ferrari og McLaren komist að.
En nú verða Ferrari að segja hingað og ekki lengra, og tryggja sér sigur á morgun. Massa er nauðsyn fyrst og fremst að komast í mark, en Raikkonen þarf á sigri að halda til að mjaka sér nær fyrsta sætinu.
En það er margt sem bendir til þess að keppnin á morgun komi til með að ráðast að miklu leyti af þjónustuhléum og bensínmagni sem menn hafa á bílunum.
Ég spái því að Kubica verði fyrstur inn af toppbílunum og það er spurning sem hver verður best til þess fallinn að taka við forystunni þá. Ég hef trú að Raikkonen sé með nokkuð mikið bensín á tanknum, en það verður líka að taka það með í reikningin að McLaren hafa venujulega enst vel inn í keppnirnar.
En það verður spennandi keppni í fyrramálið, og engin miskun með það að drifa sig upp um 7. leytið.
Kubica vinnur fyrsta ráspól sinn og BMW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.