27.10.2006 | 03:21
Dæmigerð frétt úr viðskiptalífinu?
Því miður finnst mér ég sjá svipaðar fréttir of oft úr íslensku viðskiptalífi. Ásjónulaus eignarhaldsfélög eru að kaupa og selja hluti í hinum og þessum fyrirtækjum, stundum í skráðum fyrirtækjum, stundum í öðrum ásjónulausum eignarhaldsfyrirtækjum.
Í raun er það fullt starf fyrir hvern þann sem vill halda vitneskju um hver á hvað í íslensku viðskiptalífi að "googla" öll þessi eignarhaldsfélög og færa svo inn á kortið.
Sjálfur hef ég ekki mikinn áhuga fyrir þessu íslensku sviftingum lengur, en tek þó "google" herferðir annað slagið, en treysti annars á kunningja mína til að uppfæra vitneskjuna.
En ef öll nöfn í þessari frétt eru "googluð" kemur í ljós mun einfaldari og skiljanlegri "mynd" en þessi frétt dregur upp. En fyrir þá sem ekki fylgjast með eða eru virkir "googlarar" er þessi frétt með öllu óskiljanleg og gæti allt eins verið skrifuð á einhverju öðru tungumáli en íslensku.
Ég held að íslenskt viðskiptalíf mætti við því að vera örlítið gegnsærra, ef almenningur skilur varla hvað er að gerast, eiga lýðskrumararnir auðveldara með að telja þeim trú um hvað sem er.
Grettir og Blátjörn sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.