Og meira af grænni orku

Þá fjölgar metan bílunum á götunum í Reykjavík, það telst gott að aka á uppgufun frá sorpinu.  Ekki veit ég hvað mögulegt væri að knýja marga bíla með afgasi frá sorpinu sem fellur til að Íslandi en þetta er auðvitað hrein snilld.  Sparar gjaldeyri, bíllinn er ódýrari í rekstri, er "grænn" kostur, þannig að plúsarnir eru margir.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Heklu dugar sorpið í Gufunesi fyrir 2500 til 3500 fólksbíla þegar allt verður komið á fullt þar.  Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir því að gera þetta víðar um landið?

 Annars kemur mér alltaf í hug Mad Max þegar ég heyri talað um metanbíla.  Þar kunnu menn vel að meta metanið og létu engan svínaskít fara til spillis.


mbl.is Nýir og langdrægari metanbílar afhentir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband