Svínakjöt á 22.000 kall kílóið

Skinkuunnendur hér í Kanada eru farnir að hlakka til, rétt eins og lítil börn til jólanna, því nú er farið að hilla undir að "æðsta stig" skinku fari nú að fást í verslunum hér.

Um er að ræða hvorki meira né minna en "jamon iberico" frá La Alberca.  Þetta er ekkert venjulegt svínakjöt og fer í flokk með "trufflum" og "beluga" þegar rætt er um mat. 

Verðið er enda í takt við slíkt og mun skinkan kosta u.þ.b. 300 Kanadíska dollar hingað komin, eða svona 22.000 krónur Íslenskar kílóið.  Lærið leggur sig þá á svona eins og 100.000 kall.

Ég hef einu sinni smakkað örlíttla flís af þessu kjöti og get tekið undir að þetta er einstakt sælgæti, bráðnar í munni og þarf lítt að tyggja.  Þó get ég ekki reiknað með að þetta verði oft á borðum hér að Bjórá, en reikna þó með að kaupa mér svona eins og 100 - 200 grömm, ef þetta kemur í verlun hér nálægt mér. 

Það sem gerir þessa skinku svona einstaka, er það að í svínin ganga laus, og éta mikð af "akornum" í skógi, og svo hitt að erfðagalli gerir það að verkum að fitusprengingin hjá þeim er ekki eins og hjá neinum öðrum svínum.

Flesk á diskinn minn....

Hér má svo sjá frétt Globe and Mail, um skinkuna væntanlegu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Spænsk stúdína við HÍ fékk væna sneið af þessu góðmeti frá fjölskyldu sinni á Spáni í jólagjöf.

Tollgæzlan hér eyddi þessum stórhættulega varningi til að íslensk svín myndu örugglega ekki smitast.

Hún var óhuggandi.

Kári Harðarson, 10.4.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hættulegasta er ef Íslendingar kæmust nú að því hve góðar landbúnaðarafurðir geta verið, og það bara fyrir hóflegt verð.  Slíkt er fljótt að smita út frá sér.

Þá er ég reyndar ekki að tala um þessar skinku, en þetta er líka einstakt tilfelli.

En það eina sem Íslendingar geta huggað sig við þegar þeir snæða innlenda skinku er jú að Íslenska vatnið er gott.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband