Stimpilvitleysa

Sértækar aðgerðir sem þessi, er ekki rökréttar að mínu mati.  Það er einfaldlega rangt að mismuna fólki eftir því hvort það er að kaupa sér sína fyrstu íbúð, eða stækka eða minnka við sig.

Það á að fella stimpilgjöld alfarið niður. Punktur.

Það sama gildir um fyrirhugaða húsnæðisparnaðarreikninga sem ríkistjórnin hefur boðað og eftir því sem mér skilst eiga aðeins að standa þeim til boða sem eru yngri en 36 ára.

Auðvitað eiga slíkir reikningar, ef þeir verða settir á laggirnar, að stand öllum til boða, burtséð frá aldri eða nokkrum öðrum skilyrðum.

Ef einstaklingar hafa ekki keypt sér íbúð um fertugt, eða vilja á þeim aldri halda áfram að spara, til að kaupa sér stærri eða betri íbúð eiga þeir að sjálfsögðu að njóta sömu réttinda og þeir sem yngri eru.

Það mikið rökréttara fyrir hið opinbera að hvetja til sparnaðar og veita einhver "verðlaun" til þeirra sem slíkt gera til þess að koma sér þaki yfir höfuðið, burtséð frá því á hvaða aldri þeir eru, heldur en að að veita vaxtabætur, en til að fá þær er ekki spurt um aldur.

Það verður að líta til þess að peningur sem er "sparaður" og notaður til að greiða fyrir húsnæði, hlýtur að lækka skuldir viðkomandi einstaklings, og þar með draga úr þeim vaxtabótum sem hann hlýtur.

Að lokum, þó að ég sé nú ekki mikill "Sambandssinni", þá hlýt ég að minna kratana sem eru svona hrifnir að "sértækum" aðgerðum á "CHARTER OF FUNDAMENTAL RIGHTS OF THE EUROPEAN UNION", en þar segir:

Article 21

Non-discrimination

1. Any discrimination based on any ground such as sex, race, colour, ethnic or social origin, genetic features, language, religion or belief, political or any other opinion, membership of a national minority, property, birth, disability, age or sexual orientation shall be prohibited.

(leturbreyting er blogghöfundar)

Líklegast er þessi "charter" ekki í gildi á Íslandi, rétt eins og svo stór partur af löggjöf "Sambandsins", en Íslenska ríkisstjórnin ætti að hugleiða þetta, og hætta við að mismuna þegnum sínum á grundvelli eigna, eða aldurs.


mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband