Tenging á þessa skemmtilegu síðu CNN var líka að koma í tölvupósti til mín. Það fylgdi með í tölvupóstinum að þessi tenging færi sem eldur í sinu um Ísland.
Með fylgdi að aldrei hefðu Íslendingar betur gert sér grein fyrir því hvað þeir ættu forseta sínum mikið að þakka og líklega væri þetta afrek hans fyllilega sambærilegt við það þegar vinur hans Al Gore fann upp internetið.
Það væri því ekki ónýtt að þessir menn yrðu líklega skamma stund báðir staddir á Íslandi nú á næstunni, og væri því ekki ólíklegt að það yrði atburður sem breytt gæti veraldarsögunni, því útkoman af því þegar þessir stórkostlegu frumkvöðlar "breinstormuðu" gæti ekki orðið annað en byltingarkennd.
Alla vegna væri nokkuð ljóst að sólin myndi skína sem aldrei fyrr.
Raddir hafa verið uppi um að Ólafur Ragnar sé ekki engöngu frumkvöðull í nýtingu heits vatns, heldur hafi hann einnig á prjónunum byltingarkenndar hugmyndir um notkun heits lofts (hot air).
En hér að neðan er textinn af vef CNN
(CNN) -- Ólafur Ragnar Grímsson is currently enjoying a third term as President of the Republic of Iceland. Since first being elected in 1996, Grímsson has been a passionate advocate of international cooperation in combating climate change.
Ólafur Ragnar Grímsson
During his time in office he has overseen a transformation of the energy market in his homeland changing it from an economy mostly powered by coal and gas to one which is almost exclusively powered by renewable energy -- namely hydroelectric and geothermal technologies.
In his youth, Grímsson studied Economics and Political Science at Manchester University, gaining a B.A. and a Ph.D before returning to Iceland to take up a post as a professor of Political Science at the University of Iceland.
He entered Althingi, the Icelandic parliament in 1978, served as minister of finance between 1988 and 1991 and was leader of the Peoples' Alliance from 1987 to 1995.
Grímsson's pioneering efforts to transform energy supplies are providing world leaders with an invaluable insight into how their own economies might make the switch to more renewable sources of energy
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
London, Róm, París og þefað úr handarkrika Al Gore, óli er ekki forseti íslendinga svo mikið er víst
DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:59
Fram að þessu hef ég verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars, en samskipti hans við erki-asnann Al Gore gera það að verkum, að ég tel réttast að leggja hann í ÍS og þá báða reyndar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 12:05
Blaðamaðurinn sem skrifaði þetta er ekki að gera það sem hann á að gera: Athuga heimildir eða kynna sér efnið.
Munurinn á Gore og Grímssyni í þessu máli er að Al Gore sagðist sjálfur hafa fundið upp internetið. Mister Grímsson hefur ábyggilega aldrei sagt að Íslandi hafi verið "Coal and gas based economy" -eða hvað???
Ólafur Þórðarson, 3.4.2008 kl. 16:25
Vinnslan á þessari síðu er auðvitað forkastanleg, þar er ég alveg sammála.
Mér best vitanlega hefur Ólafur aldrei látið orð í þessa veru falla, þó að ég hafi heyrt fleiri en einn og fleir en tvo, hafa orð að því að á stundum hafi hann ef til vill gefið meira í skyn en best á færi.
En það er enginn afsökun fyrir þessum forkastanlegu vinnubrögðum.
G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.