2.4.2008 | 03:04
Beint flug er Búkarest
Ég er að sjá að margir virðast yfir sig hneykslaðir á því að Íslenskir ráðamenn og aðstoðarmenn þeirra skuli hafa tekið á leigu þotu, sem á að fljúga með þá ásamt aðstoðarmönnum beint til Búkarest, þar sem NATO fundur fer fram.
Nú hef ég verið og er ennþá talsmaður aðhalds og helst samdráttar í ríkisrekstrinum, en ég get ekki séð neitt óeðlilegt við þetta.
Sá frétt á Vísi, þar sem sagt er að aukakostnaðurinn sé 6 milljónir og hægt sé að kaupa miða til Búkarest í gegnum London fyrir rétt um 130.000 krónur. Svona fréttflutniingur er í raun ekki boðlegur neinum fjölmiðli sem vill taka sig alvarlega.
Auðvitað er eins og ég áður sagði, sjálfsagt að gæta aðhalds, en kröfur um að flogið sé á almennu fargaldi, eru ekki raunhæfar. Mér finnst alla vegna engan veginn rökrétt að gera þá kröfu til forsætis og utanríkisráðherra.
Það verður sömuleiðis að taka það með í reikiningin að hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á fólkinu sem gegnir þessum stöðum, þá eru þetta æðstu og mikilvægustu stöður á Íslandi, störfin kröfuhörð og eðlilegt að reynt sé að ferðast á sem þægilegastan máta. Einnig getur verið mikilvægt að hægt sé að vinna og fara yfir skjöl og annað slíkt á leiðinni.
Ég þekki ekki hvað miði á fyrsta farrými frá Reykjavík til Búkarest kostar, en ef ég giskaði út í loftið myndi ég líklega nefna svona 4 til 500.000.
Aukakostnaður er því vissulega til staðar, en ekkert í líkingu við það sem Vísir talar um og hugsanlegt að annar sparnaður komi til, og að sjálfsögðu hvað tíma varðar.
Svo má að sjálfsögðu taka með í reikningin að öryggi forsætis og utanríkisráðherra er að sjálfsögðu mun meira með þessu móti.
Hinu verður svo ekki neitað, að frá PR sjónarmiði er þetta ekki klókt og kemur þess utan á afar óhentugum tíma, þegar talað er um að allir þurfi að herða sultarólina.
Stærstu mistökin eru þó líklega að bjóða völdu fjölmiðlafólki með, það er líklegt til að ýta undir harða umfjöllun hjá þeim sem ekki er boðið.
P.S. Áttaði mig á því í þann veginn er ég gekk til náða í gærkveldi að fyrirsögnin fyrir þessa færslu ætti auðvitað að vera "Beint flug er Búkarest", í stað "Beint flug til Búkarest" og breytti því nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Það er líka ástæða fyrir því af hverju fólk í ferðalögum vegna vinnunnar situr á business class. Eða hver treystir sér til að skila góðri vinnu eftir að hafa setið eins og síld í tunnu í X marga klukkutíma á almennu farrými? Það er í fína lagi að láta sig hafa það ef hinum meginn við ferðalagið sér maður fram á hvíld, en ég myndi ekki bjóða í það ef ég væri að fara í kröfuharða vinnu...
Evil monkey, 2.4.2008 kl. 10:13
Ekki nóg með að sitja í x marga tíma eins og síld í tunnu þá hefðu þau líka þurft að bíða x marga tíma eftir milli flugi...
þetta er reikningsdæmi og alveg örugglega að borga sig... dæmi eru meira segja um að íþróttafélög og önnur samtök leigi sér flugvélar og/eða þotur.
Peace (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:41
Ég hefði valið þessa leið á fundinn ef ég hefði rekið fyrirtæki, og jafnvel þó fyrirtækið væri Ísland.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:46
Það er sjálfsagt að ráðherrar fljúgi á fyrsta farrými en er það nauðsynlegt fyrir allt fylgdarliðið?
Hrafnkell (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.