25.10.2006 | 17:00
Kemur upphefðin að utan?
Ég get ekki annað sagt en að ég fagni þessari ákvörðun Göran Lennmarker. Ekki hef ég trú á því að betri eða hæfari maður en Pétur finnist til þessa starfa.
En þessi frétt vekur líka þá spurningu hvort að Íslendingar hefðu ekki áhuga á því að láta Pétur koma nálægt því að líta eftir fjárreiðum hins opinbera á Íslandi? Til dæmis sem fjármálaráðherra eða formann Fjárveitinganefndar?
Er ekki í tísku að segja "þegar stórt er spurt" á eftir pistli sem þessum?
Pétri H. Blöndal falið eftirlit með fjárreiðum ÖSE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki frá því að Pétur sé bara of stór fyrir litla Ísland. Kannski er hann líka of óháður til þess að komast til þeirra metorða sem hann á skilið hér, væri vís til þess að gagnrýna fjármálastjórn flokkssystkyna sinna fullharkalega fyrir þeirra smekk. En hann á svo sannarlega skilið þessa upphefð innan ÖSE.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.