1.4.2008 | 18:20
Vorvindar glaðir
Þá held ég að loksins sé komið vor að Bjórá. Hitinn er um 16 stig í dag, sólin skín, dulítil gola og sjá má snjóinn hreinlega hverfa, svo að hver klukkustund gerir heljarinnar mun. Með sama áframhaldi verður allur snjór horfinn á morgun og ekki degi of snemma.
Veturinn hefur að flestu leyti verið harðari hér en í langan tíma, meiri snjór, meiri ófærð en líklega þó ekki jafn kalt og stundum áður.
En núna hefst einhver skemmtilegasti tíminn, sem varir fram í júní, það er segja þegar veður er hlýtt, en þó það milt að það er hægt að hreyfa sig án þess að loftkælingar njóti við.
Svo hafa fuglarnir verið að birtast hér einn af öðrum, kardinálar, þrestir og einhverjir fleiri eru þegar komnir.
Svo þarf auðvitað að fara að huga að vorverkunum, setja niður tómata og sitthvað fleira, en ég er þó mest aðeins handhægt vinnuafl, þegar kemur að því, og skipulagning framkvæmd af konunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.