1.4.2008 | 17:58
Tvö
Tvö ár síðan "moggabloggið" hóf göngu sína og reyndar um leið tvö ár síðan "Bjórárbloggið" varð til. Aldrei hafði ég bloggað áður, en fékk sendan "tengil" á blog góðs kunningja míns, sem þegar var byrjaður að blogga á mogga.
Ég hafði reyndar verið að velta þessum möguleika fyrir mér, fannst mér vanta einhverja útrás fyrir innibyrgða Íslenskuna í mér, en hún er ekki mikið sett á prent fyrir utan bloggið. Helst notuð í samræðum við ómegðina.
Upphaflega var meiningin að þetta yrði ósköp saklaust, mest fjallað um daglegt líf á Bjórá og vöxt og viðgang Foringjans og svo stúlkunnar sem þá beið eftir því að koma í heiminn.
En fljótlega tók "'Íslenska þrætugenið" yfir og ég byrjaði að tjá mig háum rómi um þjóðfélagsmál á Íslandi sem annars staðar, rétt eins og ég hefði eitthvað um þau að segja.
En þetta hefur verið skemmtilegt og því engin ástæða til að láta staðar numið, blogumhverfið er gott og í sífelldri þróun og oft rekst ég á athyglisverða hluti hér á blogginu, sem ella hefðu farið fram hjá mér.
Eykur tengslin við Ísland og gefur mér að hluta til að minnsta kosti staðgengil "kaffistofu og húsa spjallsins, sem ég naut á meðan ég enn bjó á Íslandi.
Tvö ár liðin frá því Moggabloggið hóf göngu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.