25.10.2006 | 01:35
Draugahjarðir reika um Evrópu
Það er gömul saga og ný að styrkjakerfi í landbúnaði er ekki til þess fallið að draga fram það besta í greininni. Flestir hafa til dæmis heyrt einhverjar sögur af misferli varðandi landbúnaðarstyrki Evrópusambandsins.
Bændur virðast þar margir hafa meiri áhuga á að "mjólka" skattgreiðendur en kýr sínar. Styrkirnir verða þeirra "ær og kýr". Á vefsíðu Times í dag er stutt frétt um "draugahjarðir" og ósýnilega ólívulundi.
Grípum nokkur dæmi úr fréttinni:
"Auditors have refused to sign off accounts for the 12th year. LIVESTOCK farmers in Slovenia, only two years after joining the European Union, are proving as imaginative as Italian olive growers when claiming Brussels subsidies.
Inspectors found that half the cattle that Slovene farmers said they owned, so qualifying them for special EU cow and beef grants, did not exist. A quarter of their sheep and goats were equally invisible.
Nine payments worth 2 billion to olive oil producers in Spain, Greece and Italy last year were either inflated or wrong, according to the annual report of the European Court of Auditors, the EU spending watchdog. In the case of Italy, it went even further, describing two cases as irregular. "
"Last year Poland simply gave a warning to anyone who did not apply good farming practices. Under EU law, they should have been fined almost 1 million. In Greece, farmers unions input agricultural data into insecure computer systems that can be modified externally at any time.
After investigating how the 105 billion EU budget was spent last year across a range of policy areas, the auditors identified a material level of error in underlying transactions and weak internal control systems. As a result, for the 12th year in succession, they refused to sign off the accounts, giving them only qualified approval. "
Fréttina í heild má finna hér.
Enn og aftur verð ég að spyrja, hvað er svona merkilegt við bændu og bújarðir, sem gerir það að verkum að svo mörgum finnst að fyrirtæki þeirra eigi ekki að lúta sömu lögmálum og önnur fyrirtæki?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar, Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Þetta er orðið meira en lítið merkilegt, ekki síst vegna þess að markmið bænda virðist ekki vera að komast út úr styrkjakerfinu heldur að viðhalda því. Kjarabarátta eins og opinberir starfsmenn, því þeir eru ekkert annað. Þá er bara spurningin, hvaða þjónustu veita bændur almenningi sem réttlætanlegt er að greiða fyrir með almannafé?
Björn Barkarson, 25.10.2006 kl. 08:51
Það er líklega mun þægilegra að "tosa í spenana" og pólítíkusum en venjulegum kusum og betra að fá sendan tékka frá hinum opinbera heldur en að nopra við að selja eitthvað á markaðnum. Bændur virðast margir líta svo á að það megi ekki rétta þessum neytendum litla fingur, því verði kyrrstaðan að ríkja, á kostnað þessar sömu neytenda.
G. Tómas Gunnarsson, 25.10.2006 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.