Tjú tjú

Það er einhver undarleg tjú tjú árátta sem grípur Íslenska stjórnmálamenn með reglulegu millibili.  Nú eru rétt um 5 ár síðan framkvæmd var rannsókn á hagkvæmni lestarsamganga til Keflavíkur á vegum Orkuveitu Reykjavíkur.

Niðurstaðan var nokkurn veginn á þann veg að það skipti engu máli þó að lestin félli fullbúin af himnum ofan, þá væri rekstrargrundvöllur ekki til staðar.

En nú skal aftur haldið af stað, 5. árum seinna. Það væri vissulega fróðlegt að heyra hvað reiknað sé með að athugunin kosti.  Eflaust þarf hópur manna að fara í kynnisferðir, til að sjá lestarsamgöngur hér og þar og setið verður lengi yfir útreikningum.

Hér má sjá hugmyndir um það hvað lagning léttlestar kostar.

Persónulega finnst mér það grátbroslegt að heyra hóp borgarfulltrúa sem hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir ráða ekki við skipulagsmál í Reykjavík, ætla að fara huga að því að byggja upp lestarsamgöngur í borg þar sem ekki hefur gengið vel að reka almenningssamgöngur í formi strætisvagna.  Hvoru tveggja vegna kostnaðar og þess að áhugi fyrir þeim hefur ekki verið nægilega mikill.

En hér og hér má svo finna heimasíður, sem ef til vill geta fullnægt þörfinni fyrir lestir í borgarstjórn Reykjavíkur, þær gera reyndar lítið fyrir almenningssamgöngur, en þær eru óneitanlega ódýrari lausn.

Persónulega tel ég að kröftum borgarfulltrúa sé betur varið í að hyggja að skynsamlegri uppbyggingu gatnakerfisins sem er og þarf að auka í borginni, verkefni sem hefur ekki fengið nógu góða úrlausn í nokkurn tíma.

 


mbl.is Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband