23.10.2006 | 03:11
Er Castro dauður?
Sú saga virðist nú ganga nokkuð greitt á netinu að Castro Kúbuforseti sé dauður. Ekki hefur það nokkurs staðar verið staðfest, en það sem sögusagnirnar byggja á er mismæli eða "slip of the tongue" hjá Lula, forseta Brazilíu, en þar talar hann um Castro í þátíð.
"I am a lover of the Cuban revolution, I only regret that Fidel Castro did not carry out a process of political opening while he was alive." Þetta á Lula að hafa sagt í viðtali við Folha de Sao Paulo, eitt helsta dagblaðið í Sao Paulo.
Það fylgir svo sögunni að ekkert hafi heyrst af heilsu Castro´s síðan um miðjan September.
Þetta er enn ekki komið í neina stærri fjölmiðla, en má finna víða á netinu.
Þó er hér smá klausa af á vefsíðu NBC í Florida, en þar er tekið varlega á málinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.