22.10.2006 | 14:17
Það er rétt að halda minningunni á lofti
Það er rétt að halda minningu þeirra sem börðust gegn kommúnismanum á lofti. Það má heldur ekki gleymast hvernig kommúnisminn lék almenning þessum löndum. Ekki bara Ungverjaland, heldur í allri Austur-Evrópu og vissulega víðar.
Ég hafði fyrir nokkru stutt kynni af Ungverja sem hafði upplifað þessa uppreisn, þá barn að aldri. Hann hafði svo flúið með afa sínum og ömmu og alist upp á norðurlöndunum. En þær bernskuminningar sem hann átti frá Ungverjalandi voru brotakenndar, en skelfilegar og virtust móta hann nokkuð.
Það hlýtur að vera til marks um að batnandi manni er best að lifa að Ólafur Ragnar Grímsson skuli taka þátt í því að heiðra uppreisnarmenn gegn kommúnisma í Ungverjalandi, ætli hann segi sessunautum sínum frá "vini sínum" Ceausescu?
Uppreisnarinnar minnst í Ungverjalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Saga | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.