Hvað er satt og rétt?

Þetta er því miður alltof algengt í umræðunni.  Það er farið að rífast um tölur, fram koma misjafnar fullyrðingar og erfitt er fyrir lesendur að gera upp á milli og ákveða hvað er rétt.

Þannig hef ég lesið fullyrðingar um að ekki sé pláss fyrir bæði álver á Bakka og í Helguvík, hvað varðar losunarkvóta.

Síðan má lesa hér að álver í Helguvík þurfi aðeins 1/3 af þeim losunarkvóta sem eftir er. 

Sjálfsagt er þetta eitthvað "túlkunaratriði", því ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að annar hvor aðilinn fari hreinlega með rangindi.

En ég vonast til að lesa frekari útskýringar á þessum mun í fjölmiðlum næstu daga.


mbl.is Segir álver í Helguvík aðeins nýta þriðjung af lausum losunarheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband