19.3.2008 | 17:02
Erfitt að kyngja munntóbaki?
Eitt af því sem ég hef oft undrast hvað varðar ESB er hvað smá mál eiga það til að blása út á meðan mörg stærri fljóta fram hjá án þess að um þau sé mikið rætt.
Ef til vill er þetta eðlilegt þegar margir ólíkir menningarheimar tengjast, hefðir, siðir og neysluvenjur ólíkra þjóða eiga að renna saman í einn pott.
En ég hálf hló þegar ég las grein þess efnis á vef Spiegel, að munntóbak eins og Svíar og Norðmenn eru hvað þekktastir neytendur að, sé nú að valda uppnámi í Sambandinu.
Álandseyingar sætta sig illa við að vera bannað að selja munntóbakið, vegna þess að Svíar hafa undanþágu frá banninu. En það er fróðlegt að lesa greinina.
Þar segir m.a.:
"A dispute over the sale of snuff on board ships between Sweden and Finland is threatening to undermine the Lisbon Treaty ratification process. The tiny Aland Islands may be able to wield outsized power."
"The Finnish Prime Minister Matti Vanhanen insisted on Wednesday that he would not allow the autonomous Aland Islands to threaten the European Union's treaty, also called the Lisbon Treaty, over the dispute. But the spat between the group of 6,500 Baltic Sea islands and Brussels could conceivably result in this tiny part of the EU opting out of the treaty completely.
A European Union ban on the sale of oral snuff, or snus, has caused an increase in anti-European feeling on the Swedish-speaking islands which could now lead to a defeat for the EU Reform Treaty in Aland's 30-member parliament.
The islanders have traditionally made good money selling snuff -- a moist form of tobacco that is usually tucked behind the upper lip -- on their ferries that operate between Sweden and Finland, particularly as they are permitted to sell the product tax free. But they have recently been forced to implement the EU-wide ban."
"In the case of the snuff issue, for example, the islanders are pressing for an EU directive that would allow them to sell snuff on ships registered in Aland. Otherwise, they argue, ships will instead choose to register in Sweden which negotiated an opt-out on the snuff ban when it joined the EU in 1995. Shipping accounts for 40 percent of the islands' economy.
The European Commission announced last year that it had "no tolerance" for the sale of snus "given the health risks." But islanders argue that preventing them from selling the product will have no public health benefits since consumers can still buy snuff on Swedish-flagged ferries."
"The Swedish-speaking islands have enjoyed widespread autonomy from Helsinki since the 1920s and its parliament has the authority to give its consent to any international treaty before it becomes valid in Aland. The islands voted separately from Finland on joining the EU in 1995 and managed to secure an exemption from the EU's VAT rules, allowing tax-free shopping ships sailing between Finland and Sweden.
Naucler argues that Aland is being left with little to show for EU membership. "Every country is giving away competency to Brussels, but there is a way of compensating them, with commissioners for example," she says. But the Aland Islands are not only losing competency to Brussels, they are "leaking competency to Helsinki."
This is why the islands are pushing for a seat in the European Parliament. Under the Lisbon Treaty Finland is set to lose one of its European Parliament seats and Naucler argues that Helsinki might have been able to keep that seat if it had fought to allocate it to the Aland Islands.
It is unclear what the legal issues might be like if the islands do not approve the Lisbon Treaty, which has to be ratified by all member states. Ireland will be the only member state to hold a referendum on the treaty, all other countries are putting the revised treaty to their national parliaments.
Nauclear argues that if Aland does go ahead and reject the treaty it would not throw the entire ratification process off course completely. "If Aland says no it would not destroy the treaty, after all the UK already has opt outs from the Lisbon Treaty."
Asked if she thinks the treaty will pass in the end, Naucler says: "I think so. If Finland takes the right stand and tries to negotiate a European Parliament seat for Aland in the future."
"We just need to push a bit and get Finland to push as well.""
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt að Svíþjóð hefur undanþágu af banni við sænsku munntóbaki. Athugaðu að það þarf að gera skýran greinarmun á sænsku munntóbaki og öðru munntóbaki, s.s. indversku (toombak) og afrískum rudda.
Sænska munntóbakið (snus) er framleitt á annan hátt en alls staðar annars staðar í heiminum. Það er m.a. hitað við vinnslu en ekki látið gerjast eins og algengast er með aðrar munntóbakstegundir í heiminum. Sænska snusið hefur verið notað í hundruðir ára en samt eru Svíar með hvað minnstu tíðni munnkrabbameins í heiminum. Það er vegna þess að innihald krabbameinsvaldandi efna er í algjöru lágmarki. Það má finna greinilega fylgni við krabbamein í munnholi og neyslu munntóbaks í flestum rannsóknum á svæðum þar sem munntóbak er notað, nema í Svíþjóð.
Vísindamenn víða um heim hafa litið til Svíþjóðar sem gott dæmi um það sem er kallað "Harm Reduction Strategy" varðandi tóbaksneyslu.
Lóbbýistar eru hins vegar ekki alveg á þeim buxunum að opna dyrnar fyrir "nýjum tóbaksvörum" vegna þess að augljós hætta er á faraldri nikótínfíkla. Skiljanleg afstaða en um leið hættuleg, því sænska snusið gæti bjargað milljónum mannslífa frá því að deyja úr sjúkdómum tengslum tóbaksbrennslu (reykingum).
-------
Svíar hafa mikið reynt að flytja út þennan valkost við tóbaksneyslu en hafa hingað til ekki fengið fullnægjandi hljómgrunn hjá lobbýistum EB. Samt er selt miklu hættulegra munntóbak m.a. í Frakklandi (arfleið frá Afríkunýlendum) fyrir utan að reyktóbak þykir alls staðar tiltölulega sjálfsagt.
Vísindamenn víða um heim hafa sýnt þó þessu mikinn áhuga, bæði frá Evrópu og BNA.
Það er þó þannig að í Danmörku má finna sænskt snus (t.d. á Kastrup) sem og í landamæraverslunum í Þýskalandi (t.d. Citti Gross í Flensburg). Reyndar sá ég það líka í Berlín en það er langt síðan (1992).
Í BNA hefur framleiðsla á munntóbaki að sænskum sið (sama framleiðsluferli) aukist og þar má finna vörumerki eins og Marboro munntóbak, sem hættuminni valkost við reyktóbak.
-------
Að bjóða innbitnum nikótínfíklum upp á hættuminni valkost við reykingar er mál sem á að taka alvarlega og íhuga með þjóðarheilsu að leiðarljósi. Það er nú þegar vitað að milljónir manna munu deyja fyrir aldur fram vegna reykinga og því er það mikill ábyrgðarhluti að leggja blátt bann við hættuminni valkosti. Þetta hefur fengið staðfest í skýrslum fjölmargra nefnda um heilbrigðismál.
það er því vissulega fyndið að sjá hvað lobbýistum svelgist á tóbakinu, sérstaklega í ljósi framleiðslustyrkja til fátækra bænda sem framleiða reyktóbak.
------
Það er ekki að ég sé að dásama sænskt snus, því eins og Tony Axéll, virtasti vísindamaður á sviði munnholslækninga í Evrópu segir: Ekkert tóbak er best. En hann segir líka að að í samanburði við reykingar er notkun á sænsku snusi ca. 90 - 99% hættuminni.
Víðir Ragnarsson, 19.3.2008 kl. 23:11
Bestu þakkir fyrir þennan fróðleik. Sjálfum er mér nákvæmlega sama um hvort að munntóbak er bannað eða ekki, en er alltaf þeirrar skoðunar að best fari á því að hver ákveði fyrir sig.
Fannst einfaldlega skondið hvernig svona vindur upp á sig og verður að stórri deilu. Allt af því að banngleðin er of mikil. Það að Svíþjóð hafi sérstaklega tekið munntóbak "út fyrir sviga" í samningi sínum við ESB segir meira en margt annað hvernig kaupin gerast á þeirri eyri.
G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2008 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.