17.3.2008 | 02:58
Úr $171 í $2 Bear Stearns skiptir um eigendur fyrir skiptimynt
Það blæs ekki byrlega á fjármálamörkuðum þessa dagana. Hvergi er byrinn þó líklega minni en í Bandaríkjunum. Frekar þóttu fréttirnar af Bear Stearns neikvæðar fyrir helgi, og féllu bréfin niður í 30 dollara.
Þeim sem keyptu á 30 dollara fyrir helgi, en hæst höfðu bréfin farið í 171 dollara á síðasta ári, hefur líklega ekki verið skemmt, þegar þeir fréttu af því að JP Morgan væri að kaupa félagið, á 2. dollara hlutinn, borgað með hlutabréfum. Allt í einu var Bear Stearns ekki virði nema 236 milljóna dollara.
Það er skrýtin tilviljun, að kaupverðið er mjög áþekkt og forstjórinn hefur haft í laun hjá fyrirtækinu á árabilinu 1993 til 2006, en hlutabréfaeign hans í fyrirtækinu er talin hafa rýrnað um u.þ.b. 1.2 milljarða dollara, frá því að gengi bréfanna var í toppi.
Það má segja að þegar gengið reis hæst hafi það verið 85 sinnum meira virði, eða um 20. milljarða dollara og það fyrir rétt rúmlega ári. Það eru dágóðar upphæðir, jafnvel þó að dollarinn megi muna sinn fífill fegri.
Það verður líklega einhver handagangur í öskjunni þegar markaðir opna á morgun, mánudag.
En hér má sjá fréttir af þessum viðskiptum, WSJ, Globe and Mail og NYT.
Eins og einn kunningi minn sagði við mig á föstudaginn: ""We have to hope for the best, but this could be the beginning of a very ste(a)rn bear market."
Bear Stearns lækkaði um meira en 50% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.