13.3.2008 | 18:17
Bændahagfræði 101
Í síðustu viku voru bændur á þingi sínu og í fjölmiðlum að segja Íslendingum að yfirvofandi væri fæðuskortur í heiminum, matur yrði dýr og þeir þyrftu meiri pening frá almenning og líklega stjórnvöldum.
Núna vikunni seinna koma þeir í fjölmiðla og vilja draga úr framleiðslu (samkvæmt því sem ég les dregst framleiðsla saman við að skipta yfir í "lífræna" ræktun þar sem "lífrænar" aðferðir skila ekki jafn ríkulegri uppskeru og eru dýrari) og til þess að gera það þurfa þeir, jú nema hvað, meiri pening.
Er ekki vænlegra að reyna að framleiða sem mest, því eftir því sem heimsendaspámennirnir sögðu okkur eru Kínverjar farnir að banka á dyrnar og "hvað gera bændur þá?".
Ég velti því líka fyrir mér hvenær Íslendingar fái landbúnaðarráðherra sem er ekki "framsóknarmaður" og lítur á það sem hlutverk sitt að koma landbúnaðarvörum á sem bestan og ódýrastan máta til neytenda, en telur sig ekki fulltrúa og fremsta baráttumann bænda gegn almenningi.
Líklegast er þó rétt að fara að leggja þetta ráðuneyti niður.
Lífræn ræktun skynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.