Hvalveiðar í Globe and Mail

Fyrir þá sem vilja fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um hvalveiðar Íslendinga þá set ég hér inn hlekk á frétt Globe and Mail, um málið.  Fréttin sem kemur frá AP, er "balanseruð" og án allra sleggjudóma.

Það eru líka skiptar skoðanir í "skoðanadálknum" sem finna má undir fréttinni.  Kanadamenn þekkja það svo sem af eigin raun að nýting sjávardýra getur valdið óróa, selveiðin hér á Austurströndinni veldur árlega deilum.

En annars hef ég ekkert heyrt minnst á hvalveiðar eða Ísland hér undanfarna daga, hvorki í jákvæðum tón eða neikvæðum.

Ég hef ekki trú á að Markús Örn fái marga mótmælapósta frá Kanadabúum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband