10.3.2008 | 19:29
Alltaf er Auður á undan með flest. Sjóð-heitar konur
Ég hef oft sagt að það sé enginn ástæða til þess að setja á kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, og í raun gangi það gegn hluthafalýðræði svo að ógn sé að. Ég bloggaði um þetta fyrir næstum ári, í færslu sem lesa má hér.
Ég verð því að lýsa sérstakri ánægju minni með stofnun þessa sjóðs. Þetta er einmitt það sem vantaði. Ég vona að fyrirtækið Auður Capital hf, eigi eftir að stofna marga slíka sjóði, og nauðsynlegt er að mínu mati að stofna sjóði sem þennan sem auðvelt er fyrir almenning að taka þátt í, helst með bæði háum og smáum upphæðum.
Þar gæfist þá öllum þeim sem áhuga á því að auka hlut kvenna í stjórnum og eignarhaldi fyrirtækja að leggja fé sitt í sjóðinn, og því ætti að vera óþarfi að vera að setja andlýðræðisleg lög um hlutfall í stjórnum fyrirtækja.
Markaðurinn hefur lausnina.
Mikill áhugi á AuÐi I | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.