Í lok dags: Fróðlegt viðtal við Pétur Blöndal

Ég vildi vekja athygli á stórgóðu viðtali við Pétur Blöndal sem finna má á vefsíðu Vísis, í þættinum í lok dags.

Viðtalið fer vítt og breitt um viðskipta og þjóðlífið og eins og oftast svarar Pétur hreint og beint og er ekki að fela svör sín í orðskrúði.

Mjög athygliverð eru vangaveltur hans um hvaða áhrif upptaka euro, og þar af leiðandi eurosvæðiðsvextir myndu líklega hafa á Íslenskan húsnæðismarkað og almenna neyslu. En það eru einmitt slík áhrif sem sumir vilja meina að hafi verið að verki á Spáni og Írlandi, en þar hafa geysað "húsnæðisbólur", sem gefa þeirri Bandarísku víst ekkert eftir, nema síður sé.  Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nóg til ástandsins í þeim löndum.

Það er líka gott að heyra hann fjalla um samspil vaxta, innlána og útlána.

En ég held að óhætt sé að hvetja alla þá sem hafa áhuga á efnahags og fjármálum til að hlusta á viðtali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband