Þegar allt fékkst fyrir ekkert, eða hvað?

Nú þegar umræðan um Evrópusambandið er kröftug sem aldrei fyrr, heyri ég fleiri og fleiri "Sambandssinna" tala fjálglega um það að við verðum að ganga í Evrópusambandið til til að endurheimta sjálfstæðið.

Sjálfstæðið hafi glatast þegar Ísland gerði samningin um Evrópska efnahagssvæðið og við höfum framselt svo stóran hluta af fullveldi landsins þegar sá samningur var gerður að Íslendingar eigi þann eina kost að ganga í Sambandið til þess að hafa einhver áhrif á það hvað gerist á Íslandi, alla vegna í lagalegu tilliti.

Nú er ég svo gamall að ég man eftir utanríkisráðherra, sem þá var Jón Baldvin Hannibalsson, einhver harðasti "Sambandssinni" sem ég heyri í, sem kom í fjölmiðla og lýsti samningnum um Evrópska efnahagssvæðið með þeim orðum að við hefðum fengið allt fyrir ekkert.

Nú hygg ég að flestir muni vera sammála um að stór partur af fullveldi landsins muni seint falla undir skilgreininguna "ekkert".

Það er því fróðlegt að velta því fyrir sér hver er sannnleikurinn í þessu máli?

Höfðum Íslendingar lélega samningamenn, sem sömdu af sér fullveldið fyrir örfá prósentustig í tollum sjávarafurða og fjórfrelsið og höfðu ekki einu sinni kjark til þess að segja þjóðinni frá því?

Eða hitt, að þeir sem ákafastir "Sambandssinna" eru að ýkja fullveldisframsalið sem fór fram?

Ja, þegar stórt er spurt.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"

Það er furðulegt hvað sambandssinnar eru tilbúnir að gambla með sjálfstæði og afkomu íslensku þjóðarinnar

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.3.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband