18.10.2006 | 04:42
Úr netbindindi
Þá er net og tölvubindindi mínu lokið. Eftir að hafa verið á starfhæfrar tölvu í rúmlega viku var farið í gær og keypt ný vél. Það var þó farin sú leið að kaupa frekar ódýra vél, enda er afl þörfin ekki svo gríðarleg, en þó nauðsynlegt að hafa nokkuð vakra vél, enda þolinmæðin ekki endalaus.
En til að spara var keypt "yfirfarin" vél, eða "refurbished" frá E-Machine, sem er eftir því sem ég hef komist næst "bónus brandið" hjá Gateway. Þetta er þokkaleg vél, Athlon örgjörvi, 512mb minni, 200GB disk, DVD skrifar, minniskortalesurum og fleiru smálegu. Skjákort er á móðurborði, ekki endilega besta fyrirkomulagið, en þetta er svo sem engin leikjamaskína.
En fyrir herlegheitin borguðum við rétt tæp 29.000 ISK. Mér þótti það þokkalega sloppið.
Stærsti munurinn er þó líklega sá að ábyrgðin er ákaflega takmörkuð þegar keypt er "yfirfarin" vél, eða aðeins 3. mánuðir. En það er ekki svo hættulegt þegar lítið er lagt undir.
En það var frekar skrýtið að hafa ekki starfhæfa tölvu á heimilinu, en það kom svo sem ekki neitt gríðarlega að sök, og ekki hægt að segja að fráhvarfseinkennin hafi verið sterk. Enda sjá tvö börn einu setti af foreldrum fyrir nægum verkefnum. Ég las líka meira en undanfarið þessa daga.
En nú er að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði og halda áfram með bloggið.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.