6.3.2008 | 21:06
Sexdagur að Bjórá
Eitt af þeim vandkvæðum sem koma upp þegar búið er langt frá heimahögunum er auðvitað að kenna börnunum sínum Íslensku.
Foringjanum gengur þó býsna vel að fóta sig á svellinu og svissar býsna glatt á milli þeirra þriggja tungumála eru í "málumhverfi" hans.
Þó eru ýmsar ambögur á Íslenskunni hans, hann á erfitt með að höndla allar þessar mismunandi endingar, beygingar og annað slíkt sem prýðir Íslenskuna. Einnig ber stundum örlítið á "kynvillu" hjá honum. Stundum koma úr þessu all spaugilegar setningar.
Undanfarnar vikur höfum við feðgar farið yfir klukkuna og mánaðardaginn, reynt að efla skilning á hvernig tíminn hlykkjast áfram og hvernig samspil klukkunnar og mánaðardagsins virkar. Þetta er auðvitað mikill leyndardómur og nokkuð mikið á sig leggjandi til að skilja þetta.
Í dag stóð hann fyrir framan mánaðardaginn og tilkynnti föður sínum stoltur. Í dag er sex dagur og benti á sjötta mars.
Og ég, ég sit hérna fyrir framan tölvuna og bíð eftir því að konan komi heim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.